þriðjudagur, maí 27, 2008

Frumburðurinn 16 ára

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, hann þýtur framhjá manni án þess að maður geti haldið nokkrum vörnum við. Þegar ég var ung (Yngri), þá ætlaði tíminn aldrei að líða en þá var víst öldin önnur hahaha.
Í tilefni dagsins þá fór frumburðurinn í sinn fyrsta ökutíma og þvílíkt upplifelsi, honum fannst þetta að sjálfsögðu algjört æði og svo á að fara eitthvað og fá sér eitthvað gott að borða.
Strákarnir fengu líka í dag einkunnirnar sínar úr tónlistarskólanum og ekki get ég kvartað yfir þeim vitnisburði, þeir stóði sig alveg frábærlega og að sjálfsögðu stefna þeir að því að halda áfram, Stulli og Markús ætla reyndar að bæta við 1 hljóðfæri og taka hálft nám í gítarleik. Þetta verður bara skemmtilegt hjá þeim.
Takk fyrir öll kommentin hjá strákunum, þeim fannst rosalega skemmtilegt að lesa þau.
Kveðja Lauga

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

H�h�hamingju�skir me� drenginn,og kn�s til hans fr� okkur � Nesinu.�a� ��tti n� aldeilis �fangi � n� 16 �runum h�rna � denn. KN�S.