Snarpur jarðskjálfti reið yfir suðurland í dag og fannst alla leið til Reykjavíkur, ekki get ég sagt að mér hafi liðið vel. Um leið og ég vissi hvar jarðskjálftinn átti upptök (undir Ingólfsfjalli), þá var það fyrsta sem ég gerði var að hringja í Ingu frænku og athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana og hennar fjölskyldu.
Sem betur fer er allt í góðu með þau, en ástandið á húsinu er ekki gott og þau eru búin að koma sér fyrir í tjaldi í garðinum. Vona bara að allt muni fara á besta veg og þessi órói jarðar fari að sjatna.
fimmtudagur, maí 29, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Fundum njög vel fyrir skjálftanum hér,Hyrnutorgið gekk í bylgjum undir manni. Kv. Sæa.
Skrifa ummæli