Já þá eru drengirnir komnir í sumarfrí. Ég hefði ekkert á móti því að eiga svona langt sumarfrí en því er víst ekki að skipta og það er margt sem breytist þegar maður verður eldri. Gulli var að útskrifast úr grunnskóla og mun því stíga sínu næstu skref í framhaldsskóla í haust. Drengnum gekk bara vel eða sómasamlega í prófunum, auðvitað hefði mamman viljað að honum gengi betur en svona er lífið. Stulli og Markús stóði sig líka vel en það eru nú alveg 5-7 ár þangað til þeir yfirgefa grunnskólann. Ég mun hafa góðan tíma til að jafna mig.
Aftur á móti ákvað ég að skrá mig í Háskólann á Akureyri (fjarnám), nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég komist inn. hehehe. Mig langar að klára viðskiptafræðina og leggja áherslu á stjórnun. Nú er bara að bíða og sjá hvað setur.
fimmtudagur, júní 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ Sigurlaug, er nú ekki nóg að gera hjá þér með 3 stráka hund og karl og í fullri vinnu en engu að síður GOTT HJÁ ÞÉR??????
Kveðja, Jóna
dios mio,elsku Lauga,við megum ekki ætlast til of mikils. Gangi þér samt vel í ÖLLU þínu. Knús á línuna. Sæa.
Skrifa ummæli