föstudagur, júní 27, 2008

Skúra, skrúbba,bóna, þvo og pakka!!!!!!!!

Jæja nú er komið að því, allir orðnir spenntir en fyrst þarf að þrífa og þvo þvott áður en maður getur byrjað að pakkað niður, jebb þetta verður að vera allt undir control. En núna á sunnudagsmorgun verðum við í háloftinu á leið til Danmerkur, en þaðan munum við taka lest yfir til Svíþjóðar. Svo tekur við viku hanboltamót í Gautaborg og þann 9.júlí förum við til Berlínar.
Gunnar Már og Erla eru svo æðinsleg að þau ætla að lána okkur íbúðina sína í nokkra daga á meðan við erum þar að skoða þessa frábæru borg (svo er víst sagt, við verðum bara að trúa því). Þaðan munum við svo keyra yfir til Austurríkis (Vínarborgar).
Þetta er sem sagt ferðaplanið í grófum dráttum, ég vona að ég geti bloggað einhverja ferðasögum á meðan við erum úti og jafnvel sett einhverjar myndir.

Auf Wiedersehen.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vonum að þið hafið það æðislega gott í ykkar reisu,munum sakna ykkar.Stórt knús á ykkur öll. GÓÐA FERÐ.

Nafnlaus sagði...

Það átti að standa undir. Sæa og Bjössi (hehe).