fimmtudagur, júlí 10, 2008

Berlín dagur 2

Guten Tag mein liebling freunde. Ich heisse Sigurlaug und Ich bin in Berlin besuchen. Glæsileg þýska ekki satt. Nú er maður sko búin að skoða Brandenburgerhliðið og denkmal fur die ermordeten Juden Europas. Svo var farið í hestaferð (hestvagni) um austur Berlín, og að sjálfsögðu var farið í smá leiðangur að finna kort í gps tækið hans Hauks. Nú erum við örugg um að rata til Austurríkis hehehe, ekki alveg treyst á mig sem leiðsögumann, hef nú samt alveg staðið mig hingað til, skil bara ekkert í þessu. Á morgun á að reyna að finna íþróttabúð svo Gulli geti keypt sér þýska búninginn (fótbolti). Vona bara að veðrið verði betra en það var í dag, þar sem í dag var meira og minna rigning/úði.

Auf Wiedersehen Lauga

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ, búið að vera geggjað veður hér,en auðvitað á að rigna um helgina,og kólna. GAMAN GAMAN.grrrr. Knús á línuna. Sæa.

Nafnlaus sagði...

vonandi hættir að rigna á ykkur! góða skemmtun í berlín og hopefully fer vel um ykkur í íbúðinni!

kveðjur, Erla og Gunni.

Sigurlaug Björk sagði...

Það fer að sjálfsögðu vel um okkur hérna. Þetta er frábær íbúð sem þið hafið hérna í Berlín:-), hérna er allt til alls og ekki yfir neinu að kvarta hehehehe.
Kv. Lauga

Vesturfararnir. sagði...

Vá Lauga, ekkert smá sleip í þýskunni hehe, góð! Gaman hjá ykkur að taka svona ferðalag með drengjunum, þeir eru komnir á svo fínan aldur til að hafa gaman að þessu og fræðast um þessi lönd og svona. Góða ferð til Austurríkis.
Kveðja Siffó frænka og co.

Nafnlaus sagði...

Hæ,hó, vorum að koma heim frá Snorrastöðum,(koma fellihýsinu fyrir)fjöldi manns mættur á svæðið hundar og menn,virðist vera mjög góð aðstaða á allan hátt,en auðvitað farið að rigna,vonandi klárar hann þarna uppi þetta bara af í nótt og verði þurrt á morgun.Kveðja úr Nesinu.