fimmtudagur, júlí 17, 2008

Þá er maður komin heim frá útlöndunum

Því miður hef ég ekkert getað skrifað síðan ég fór frá Berlínarborg, ég bara nennti ekki að setja mig í stellingar við að skrifa á austurrísku lyklaborði, þar vantaði alla helstu stafina til að tjá sig :-).
En við erum semsagt komin heim eftir frábæra dvöl bæði í Berlín og svo í Vín. Ótrúlega mikið ferðast og margir kílómetrar keyrðir. En mikil skelfing er nú gott að vera komin heim og fá að sofa svo í sínu rúmi aaaaaaaaaa.
Ætla að láta þetta duga í bili og mun svo setja inn myndir frá Svíaríki, Berlín og svo Vín (auðvitað), í kvöld eða á morgun.
Kveðja Lauga

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku þið!!!! Velkomin heim!!! Verður gaman að fá ferðasöguna,svo eigið þið eftir að heyra um öll herlegheitin úr ausandi rigningunni á Snorrastöðum,en vitið hvað,það gerði ekkert svo mikið til aðstaðan var svooo góð,og það var gríðarlega gaman,mikið sungið og leikið. Heyrumst,knús úr NESINU.