laugardagur, júlí 05, 2008

Svíþjóð laugardagur


Sæl verið þið. Hérna erum við gjörsamlega að stikkna úr hita, sól og aftur sól, maður er farin að biðja um ský, ekki rigningu heldur bara ský fyrir sólu. Stulli er búinn að standa sig eins og hetja, þar sem hann er að spila með 13 ára gömlum strákum, gerði þetta líka frábæru mörk úr hægrahorni :-), Markús Ingi fékk líka að spila í 5 mín. í dag og er alveg í skýjunum hehehehe. Nú fer að styttast í að þetta mót sé búið og við förum suður á bóginn til Berlínar.
Á mánudag munum við fara úr skólanum og gista í svona litlu húsi sem kallast hittur eða eitthvað því um líkt. Við fórum að skoða svæðið og þetta var alveg eins og maður ímyndar sér Emil í Kattholti.
Jæja læt þetta nægja í bili.
Hilsen fra Sverge.

1 ummæli:

Vesturfararnir. sagði...

Góða skemmtun í ferðalaginu:-) Kærar kveðjur úr Victoríu.