Nú er allt partýstand búið í bili eða ég held það, en ég er búin að komast að því að það er allt of mikið að gera hjá mér, að ég næ ekki að gera neitt, djö..... ekkert skipulag, en vonandi fer þetta allt að lagast þegar maður er farin að vinna á einum stað en ekki 2 og fjölskyldustörfin hlaðast upp. Ég held bara áfram að telja niður skemmtilegu hlutina sem eru fram undan hjá mér.
2 vinnudagar eftir í Gufunesbæ, 1 mánuður í tónleika og 6 vikur í Danaveldið, svakalega er þetta fljótt að líða og fyrr en varir verður sumarið liðið og litla barnið mitt byrjað í skóla, búin að skrá hann á sundnámskeið og ætli hann fari ekki líka í fótboltaskólann eins og Sturlaugur.
Gulli er orðinn Táningur, hann varð þrettán í gær og þá er maður orðinn táningur, mér voru tilkynnt þessi herlegheit í gær og ég mætti ekki kalla hann barnið mitt og áður en ég veit af verður hann fluttur að heiman. Vá hvað tíminn líður, ég get sko alveg sagt það að mér finnst tíminn líða alltof hratt þessa dagana eða árin, en þegar ég var barn fannst mér allt svo lengi að líða.
Jæja ég er hætt þessu bulli og farin í háttinn.
laugardagur, maí 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli