sunnudagur, júní 19, 2005

Kvennadagurinn

Mánuðurinn meira en hálfnaður 11 dagar í tónleika og 21 í danmerkurferð, í dag eiga tengdó brúðkaupsafmæli og Markús Ingi 6 ára skírnarafmæli, tíminn ekkert smá fljótur að líða, 17. júní leið í blíðskaparveðri, Haukur vann eins og venjulega en við strákarnir áttum góðann dag og enduðum síðan daginn í afmælisveislu hjá henni Heiðu Kristínu eins og venjulega.
Skólinn kominn í frí, og strákarnir mínir stóðu sig bara vel í skólanum, Gulli með 8,5 í meðal einkunn en drengurinn fékk 10 í myndmennt, ég vissi ekki að það væri hægt að fá 10 í því fagi, Stulli fékk einkunnir í bókstöfum og var með Á í öllu nema sundi þar sem hann fékk G, ég get ekki annað en verið stolt móðir þessa dagana og vona að svona verði framhald hjá þeim.

Engin ummæli: