Þrátt fyrir veður ofsan sem geysað hefur um land allt, þá hefur ekkert farið úr skorðum hjá mér og mínum. Vinna, fundir, fjölskyldan og ræktin, held að ég standi mig alveg ágætlega í ræktinni, er reyndar að finna vöðva sem ég bara vissi ekki að væru til, (ekki hjá mér), en allt gott og blessað með það, ég verð vonandi flott í sumar.
Á mánudaginn fór ég til miðils, svona til að vita allt um gagn og nauðsynjar í komandi framtíð.
Það sem ég fékk að heyra voru svona hálfgerðar skammir frá honum afa mínum (Jóa afa), þar sem hann sagði mér að hætta tuða og skammast í honum Gulla mínum með heima námið, hann væri þarna að hjálpa honum við lærdóminn og svindla á prófum (Kvísla að honum svörum), og afi sagði líka, að þegar hann var á lífi hefði hann ekki verið ofaní hvers manns koppi, en nú hefði hann tíma til þess hahahaha. Svo var mér tilkynnt það að ég ætti eftir að koma með stelpuna, hvað er þetta eiginlega með fólk? finnst því ekki nóg að ég er komin yfir vísitölufjölskylduna 2,3 börn per fjölsk. Ég sagði henni að ég ætlaði að bíða bara eftir barnabörnunum og svo bætti hún því við að eiginlega ætti ég að vera kennari, ég væri með það í mér. Nú verður hver að dæma fyrir sig.
fimmtudagur, febrúar 07, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Mér finnst að þú ættir bara að fara eftir þessum leiðbeiningum að handan. Það er svo erfitt að vera að brjótast á móti farveginum sem okkur er ætlaður. Og stelpan kemur bara ef hún á að koma, alger óþarfi að hana einhverjar áhyggjur af því.
Hvenær eigum við eiginlega að hittast kelling?
hahaha já þú segir nokkuð, verðum bara að vera í sambandi og ákveða tíma Heiðrún, líka bara til að finna lausan dag í dagbókinni.
fyndist það gott á þig að verða ófrísk eftir þennan msn texta sem þú varst með um daginn !!
Kannski á ég eftir að eignast stelpu sem þú passar svo mikið að þú kallar hana þína eigin :D ég á nú þrjá stráka :D:D:D
Kv. Heiðdís
AF hverju SAGÐIR þú mér EKKI frá stelpunni???????????????? vá hvað ég mundi samt vorkenna henni...... að eiga þrjá eldri bræður þegar hún yrði unglingur, sé það fyrir mér að það mætti enginn strákur koma nálægt henni nema að vel skoðuðu máli :-) þetta yrði kannski fyrsta ömmubarnið mitt ég er allavega komin á aldurinn......
Hver er þessi nafnlaus? Fyrsta ömmubarn ??? ég er virkilega forvitin aaaarrrrgggg
Ég skila kveðjunni til Gunna og við förum varlega í súkkulaðið.... enda bara eitt páskaegg fyrir okkur bæði en ekki eitt á mann eins og venjulega (er algjör súkkulaðigrís).
Kveðjur,
Erla
Nei ég væri náttúrulega amma á ská, en eins og ég sagði þá er ég komin á aldurinn :-). Því þú getur verið viss um að móðir þín er ekki að commenta...... allavega held ég að hún sé ekki fær um það og hum???? ég er líka alveg viss um að tengdamamma þín sé ekki mikið á netinu........ svo fyrst að ég klikkaði að setja nafnið mitt á commentið ÓVART þá ætla ég bara að leyfa þér að brjóta heilann aðeins lengur.......... :-)
Jæja NAFNLAUS, er nafnið kannski Guðríður, það er þetta að vera á ská, eða ertu eitthvað skyld mér.
Það er erfitt að vita ekki hver þetta er, ÉG ER FORVITIN OG VERÐ AÐ VITA HVER ÞETTA ER!!!!!!!
hahahahahahahahahaha vitlaust
Skrifa ummæli