mánudagur, maí 12, 2008

Helgin og vikan fram undan

Helgin er búin að vera hreint frábær. Hún byrjaði á því að mér var boðið á Laddi 60 ára, þannig að með stuttum fyrir vara, rjóð í kinnum og másandi eftir ræktina, var drifið í að dressa sig upp og koma sér í Borgarleikhúsið, marði það að vera komin 5 mín í átta. Frábær skemmtun og mikið hlegið. Laugardagurinn fór í leti og rólegheit heima, lesið og borðað, reyndar fór ég í ræktina og púlaði í klukkutíma, nú er sko stefnt að því að fara í ræktina 4-5 sinnum í viku, lágmarkið er 4 sinnum í viku.
Sunnudagurinn var æðinslegur, fjölskyldan skellti sér upp í Borgarnes til Bjössa og Sæu, þar var setið yfir myndum til að setja inn á ættarmótssíðuna, nú er ég komin með heilan helling til að skanna inn og setja inn. Gott að koma þangað í heimsókn enda mikið spjallað hehehe, ekki leiðinlegt það.
Fram undan eru tónleikar hjá Gunnlaugi og Markúsi Inga. Fótboltmót hjá Markúsi á Skaganum, held að það sé núna næsta laugardag.
Nú þyfti ég að reyna að klára þessa grein sem ég er að skrifa fyrir uppeldi, hvernig það er að vera íþróttamamma.

Kveðja Lauga

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ,,Takk fyrir síðast!!!! ekki amaleg að fá í heimsókn svona fólk,með gula hanska!!! og drífur sig bara í að gera hreint,1000 xxxx fyrir hjálpina.LOVE Sæa.

Sigurlaug Björk sagði...

Mín var ánægjan :), hefði nú reyndar ekki gert þetta fyrir hvern sem er.

kv. Lauga