miðvikudagur, maí 11, 2005

Tónleikar

Hehe ég ætla á tónleika í sumar og nú er því best að fara setja sig í stellingar og vera tilbúin að kaupa miða á 1 degi. Jú viti menn Duran Duran er á leiðinni á klakann, ég og nokkrar stelpur ætlum að fara bara upp á prinsippið, hey þó þeir séu að koma 20 árum of seint, þá verður maður að mæta, reyndar ætlar Haukur að koma með mér, ég er búin að heyra að fullt af fólki ætli að mæta, svei mér þá ef það verði ekki stuð. Ætli það sé ekki best að draga upp gamla vínilinn og rifja upp lögin og textana.

Upplýsingar um tónleikana Treble Quaver 2 Semiquaver 1 Semiquaver 2 Quaver 1 Quaver 1 Crotchet Quaver 2 Quaver 2 Semiquaver 1
www.reykjavikrocks.is





3 ummæli:

Unnur sagði...

Ég heyrði að ef að þú kaupir miða á alla tónleikana þessa hátíð (er þetta ekki annars einhver hátíð?)þá færðu miða á besta stað á DD.
Annars góða skemmtun, ég er orðin svo gömul(eða bara með allt annan tónlistarsmekk), ég heyrði að Bobby McFerrin væri að koma til að syngja með Langholtskórnum og fékk í hnén.

Heiðrún sagði...

Ég ætla ekki. Og þó ég væri á Íslandi mundi bara standa fyrir utan og æla!

Sigurlaug Björk sagði...

Hey það verður fjör, allt fyrir prinsippið