sunnudagur, júní 05, 2005

I´m back

Allt brál... nóg að gera í nýju vinnunni, fótboltanum og bara í öllu, helgin fór í brúðkaup, lenti þó ekki í neinu veseni eins og hún Siffó með að finna föt á mig, en mig langaði í rauða skó, að sjálfsögðu voru þeir ekki til í mínu númeri, þannig að ég fór bara í brúnum, skemmti mér frábærlega, svakaleg flott brúður í grænum kjól, sniff sniff sniff, og í dag þræddi ég listasöfnin með mágkonu minni og svo setumst við niður á kaffihúsi borgarinnar og höfðum það gott.
Sjómenn til hamingju með daginn. 25 dagar í tónleika.

2 ummæli:

Sigurlaug Björk sagði...

hehehehe, sumir voru líka skrautlegir, en hittumst við ekki núna í júní aftur hjá Evu ???

Nafnlaus sagði...

Farðu þér ekki of hratt Lauga mín. Kveðja úr gömlu vinnunni.

P.S Nýjum skóm fylgir alltaf leiðinlegt hælsæri og blaðra á litlu tá!