Í dag er baráttudagur kvenna og einnig afmælisdagur Markúsar, nú er litli strákurinn minn orðinn 6 ára, það var sem sagt fyrir 6 árum síðan að lítill engill leit í dagsins ljós í lífi mínu og ekki vissi ég þá að þetta væri baráttu dagur kvenna og ekki nóg með það þá tókum við hjónin þá ákvörðun að skíra drenginn heima sem er ekki frásögu færandi, nema að við skírðum hann 19 júní sem er eins og allir vita alþjóðlegi kvennréttindadagurinn og til að bæta gráu ofaná svart þá var það kvennprestur sem skírði hann. uhmmmm
En litla barnið mitt er að verða stór og mikill fótboltastrákur hvernig sem öllu líður, talar ekki um annað og gerir ekkert annað ( fyrir utan þetta með tölvuna), og svo er hann að fara að byrja í skóla og mér er strax farið að kvíða fyrir því, enda erum við líka að tala um litla barnið mitt.
jæja nú er ég hætt þessu bulli.
þriðjudagur, mars 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Svo var ég skírnarvottur og ég er kona.
Til hamingju með litla drenginn þinn.
til hamingju með Markús Inga
Skrifa ummæli