föstudagur, mars 11, 2005
Föstudagurinn loksins kominn
Dagurinn hefur verið ljúfur í dag, frekar rólegur svona í heildina, vinnufélagar enn í spæjóleik sem er í lagi þegar á heildina er litið, þjófurinn ekki en fundinn og vonandi kemst hann/hún í leitirnar sem fyrst. Ég og strákarnir mínir ætlum að hafa það gott í kvöld með gos og nammi fyrir framan imbann og horfa á IDOL, megum sko ekki missa af síðasta þættinum. Haukur fer að verða búinn í útlegðinni, þannig að ég og strákarnir fáum að njóta hans vonandi eitthvað í næstu viku eða bara fram að næstu törn eða bara fram að 18 mars þegar síðasta kvöld MúsíkTilrauna er. Jæja svo er lífið bara og nú er komið að Idol.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli