föstudagur, mars 04, 2005

Vvvááááá

Vá það er bara kominn föstudagur og ég hef ekki skrifað neitt í heila viku, það er eins og ekkert sé að gerast hjá mér!!!!! en ég er samt alltaf á fullu, en það er svo sem ekkert merkilegt, svei mér þá ef þetta er ekki bara einhver rútína vakna - vinna - innkaup - heim - elda - sofa, reyndar fór ég í fallega jarðarför á miðvikudaginn, fór heim eftir hana með tárin í augunum og kökk í hálsinum og um kvöldið gerði ég ekki annað en að knúsa strákana mín, Guð hvað mér þykir vænt um þá og þeir eiga það sko alveg skilið að fá að heyra það. Þeir eru æðinslegir.

Hjá strákunum snýst lífið ekki um annað en fótbolta þessa dagana, Gulli er á fullu að selja klósettpappír og því umlíkt til að borga ferðina til Danmerkur í sumar, hann er reyndar búinn að safna fyrir ferðinni, en hann ætlar sko að selja meira til að eiga peninga í sumar, hann ætlar nefnilega að kaupa allt að mér skilst. Stulli og Markús bíða eftir júlí og finnast dagarnir líða frekar hægt en mér finnst mánuðirnir fljúga áfram og ég get ekkert gert.

Engin ummæli: