laugardagur, febrúar 26, 2005

Tiltekt

Jæja nú er maður búin að baka, láta strákana skreyta afmæliskökuna, ekkert smá flott hún er þakin hlaupköllum, þrífa og þvo þvott. Vaknaði kl 6 með Gulla, því hann er byrjaður að bera út Fréttablaðið um helgar, Markús vaknaði líka og ákvað að fara að hjálpa bróður sínum, þannig að ég lagðist bara upp í rúm aftur og fór að lesa pínu lítið eða bara þangað til ég sofnaði aftur, svakalega er gott að geta sofnað svona aftur. Nú ætla ég í rúmið svo ég geti vaknað og vakið stóra strákinn minn. Líka til að vera vel upplögð fyrir afmælið hjá strákunum. Góða nótt.

Engin ummæli: