þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Úrslitakvöldið í kvöld

Nú er komið að því, loka kvöldið í Skrekk er í kvöld og meira segja í beinni á Popp Tíví, Það eru 6 skólar að keppa um Skrekkinn, Austurbæjarskóli, Laugalækjarskóli, Hagaskóli, Réttó, Seljaskóli og Ölduselsskóli. Nú er bara að sjá hver vinnur í kvöld. Gulli er búinn að ákveða að hann ætlar að koma með okkur foreldrunum í vinnuna og fara að vinna, hann vill nefnilega hitta stjörnurnar sem verða baka til og fá eiginhandaráritanir, en drengurinn fær sko að vinna fyrir þeim, hann verður í tækja og tæknimálum með pabba sínum, er ekki sagt að snemma beygist krókurinn og það á sko við í þessu tilfelli. Ég er svo heppin að mamma ætlar að sjá um hina gaurana mína og halda öllu í röð og reglu á meðan við erum fjarverandi. Þetta er víst gott í bili. Kveðja

Engin ummæli: