fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fótbolti og heilsa

Undan farnir dagar búnir að vera erfiðir, brjálað að gera í vinnunni eins og alltaf, er með höfuðverk yfir því að hugsa um hvað ég eigi að hafa í afmælisveislunni sem verður á sunnudaginn, þar sem við verðum með afmælisveislu fyrir Stulla og Markús, og nú mætir fjölskyldan, ég verð að prufa eitthvað nýtt eða bara eitthvað. Í dag hringt í mig úr leikskólanum og ég beðin um að mæta og ná í drenginn, töldu að hann væri en og aftur orðinn veikur, þar sem hann var slappur og kvartaðir um verki í fótunum eða réttara sagt í hnésbótunum, þannig að ég ákvað að fara með drenginn til læknis og viti menn, þegar ég er búin að segja honum hvernig drengurinn sé búinn að vera, þá spurði hann hvort að drengurinn spilaði fótbolta, þetta væri ekta fótbolta verkir, mín missti andlitið ha, já hann æfir fótbolta á sunnudögum svaraði ég, og eina sem hann á að gera er að hvíla sig, og ef hann heldur áfram að vera svona, þá á litla barnið mitt að fara í blóðprufur, því það gæti haft áhrif að hann fékk flensuna og æfingarnar hjálpuðu ekki til, því gæti hann verið blóðlítill, nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta allt saman fer.

Engin ummæli: