laugardagur, febrúar 12, 2005

daginn í dag

Í alveg ótrúlegu góðu standi miða við útstáelsið í gær, bekkurinn minn fór á Sólon til að borða og skemmta okkur, fengum hreint frábæran mat, lamb sem gjörsamlega bráðnaði upp í manni, en upp úr tíu létum við hjónakornin okkur hverfa til að fara á næstu skemmtun, þar sem fjórir kórar voru komnir saman, ég verð að segja að Raddband Reykjavíkur þeir eru æðinslegir, um kl 1 ákváðum við að koma okkur heim þar sem við vissum að við myndum hafa nóg að gera í dag´, það er nefnilega kominn tími að taka til og svo er fótboltamarþon hjá Gulla í seinni partinn í dag.

Engin ummæli: