mánudagur, janúar 31, 2005

þreytt

Þreytt og lúin svona á mánudagsmorgni, Markús Ingi orðinn en og aftur veikur, ég bara skil ekki þetta barn, hann sem hefur að öllu jafna aldrei verið veikur, nema kannski einu sinni á ári, nú er bara liðinn 1 mánuður af þessu ári og hann er búinn að veikjast 2 svar sinnum, árið ætlar ekki að byrja vel. Er enn að jafna mig eftir allan dansinn á laugardaginn en mikið var gaman, Endað var heima hjá Auði og Gumma, í kaffi og Grand reyndar líka pastasalati. Mættum galvösku svo í barnaafmæli í gær hjá Önju Kristínu, daman er ekkert smá falleg og hrifningin ekkert minnkað hjá honum Markúsi mínum yfir henni. jæja ég er farin.

Engin ummæli: