sunnudagur, janúar 09, 2005

Vöknuðum snemma í morgun svo hægt væri að mæta á fótboltaæfingu, gjörsamlega á ókristilegum tíma svona á sunnudegi, Markúsi og Stulla finnst þetta frábært svo það er eins gott fyrir mig að vakna og koma þeim á þessa blessuðu æfingu. Komið heim og fengið sér hressingu og leikið sér, var að pæla í því að taka til. Lítið nennt að gera á heimilinu, því tók fjölskyldan sig upp og lagði í langferð, ákváðum að fara í bíltúr til Keflavíkur og heilsa upp á Hildi og trufla hana við tiltekt svo hún gæti verið langt fram eftir kvöldi að taka til, en mitt drasl bíður. Ætla að hafa það gott í kvöld og horfa á Njálu og Myrkrahöfðingjan í sjónvarpinu.

Engin ummæli: