Jæja nú er það endanlega komið á hreint ÉG ER FÓTBOLTAMAMMA, Haukur dró mig á foreldra fund hjá 4.fl í fótboltanum, verið var að tala um æfingarnar hjá strákunum og svo að sjálfsögðu mótin sem verða í vor og í sumar, og þar stendur sem hæst Tivolí cup, en Grótta ætlar að skella sér með þrjá flokka, en á þessum fundi lenti ég í fjáröflunarnefnd og mun koma að halda utan um fjármálin, ekkert smá djobb, ég var nefnilega svo ósátt við nefndina sem var í fyrra hjá handboltanum sem leiddi til þess að ég þurfti að tjá mig og viti menn bömm mín komin í nefnd svo það er best að halda sér saman næst og krossleggja fingur um að þetta gangi upp. Eftir að heim var komið kom ég mér vel fyrir upp í rúmi og horfði á 2 þætti af þessum frábæru þáttum Desperate housewifes en fór samt á skikkanlegum tíma að sofa.
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Svona er þetta, maður opnar munninn og svo er maður allt í einu með heilt sundfélag á sinni könnu. Haltu svo bara kjafti svo þú verðir ekki sett í fleira.
Segðu klára þetta svo sendi ég bara Hauk á alla foreldra fundi hér eftir. :-Þ
Skrifa ummæli