Nú er kvöldi 2 lokið í skrekknum, og viti menn að minn gamli skóli komst áfram, áfram Austurbæjarskóli, reyndar voru flestir skólarnir með góð atriði og nú verður gaman að vita hvaða skólar munu komast áfram á morgun. Þetta er búinn að vera langur dagur, foreldraviðtöl, vinna og svo meiri vinna, strákarnir mínir standa sig vel í skólanum, mín ekkert smá stolt, kurteisir og prúðir að sögn kennara, mamma hefði verið glöð ef hún hefði á sínum tíma fengið svona um mig. hahhahaha, nei það var sko ekki svona heldur hún Sigurlaug er ekki nógu stillt í tímum talar mikið, er ekki dugleg að læra heima og svona má lengi telja, og ég ætla sko ekki að upplýsa meira hvernig ég var í æsku, en ætli drengirnir hafi þetta ekki bara frá pabba sínum, mér er spurn????
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli