laugardagur, janúar 29, 2005

Ball og veðrið

Nú á að skella sér á þorraball hérna á nesinu, veðrið leiðinlegt en það verður sko ekki leiðinlegt í kvöld, vonandi dansað dansað fram eftir nóttu. Heiðrún kíkti við í dag, þar sem flugi norður var aflýst vegna veðurs og Unnur sem ætlaði að koma suður á sundmót er að ég held enn fyrir norðan, veðurhamurinn í sinni bestu mynd, eitt er víst að það er sko ekki hægt að stóla á neitt ferðaveður í janúar, ég held að þau ættu bara að reyna að koma að sumri til, þá er öruggt að þau komist, nema kannski fyrir þá sem búa í Vestmannaeyjum, því oftast er ófært milli lands og eyja yfir verslunarmannahelgina. Jæja ég held að það sé best að fara að punta sig eitthvað fyrir ballið. Hilsen í bili.

Engin ummæli: