Vá helgin aftur komin og búin, ekkert smá hvað dagarnir eru fljótir að líða.
Eins og venjulega þá var vikan hjá mér ein vinna og aftur vinna og miklar breytingar í gangi vegna innbrotsins.
En fyrir utan vinnu þá skráði ég Markús í skólann í haust, ekkert smá skrítið að litla barnið mitt sé að fara að byrja í skóla í haust.
Fyrir 7 árum byrjaði Gulli í skólanum og mamman fór með drenginn stolt eins og unghæna, enda var hann líka orðinn stór strákur að mínu mati, 5 árum síðar byrjar Stulli í skólanum og þá var þetta bara en einn áfanginn, mamman enn stolt, svo er litla barnið mitt að fara í skólann, og ekki einu sinni byrjaður og mamman er komin með í magann á þessu öllu saman, enda er hann litla barnið mitt. Ég er bara að pæla í því hvort að öllum mömmum líði svona með litlu börnin sín.
Jæja nú eru fermingarnar búnar hjá mér, var ekkert smá heppin, bara 1 fermingarveisla í ár, ég varð að sjálfsögðu að taka þetta allt saman út, því við erum víst að fara að ferma stóra strákinn á næsta ári, og mér skilst að það sé eins gott að fara að pæla í svona hlutum, þetta er nú meiri geðveikinn, fólk er farið að panta sali 2 ár fram í tímann, ég held svei mér þá að þetta verði bara hérna heima hjá mér, þá er einn höfuðverkur farinn og ekki ætla ég að fara að pæla í meiru, mér finnst bara gott að ég er byrjuð að safna í sjóð fyrir ferminguna, ég er sem sagt farin að hugsa smá fram í tímann.
Haukur er í bílahugleiðingum núna, honum langar í jeppa, reyndar vilja strákarnir líka fá jeppa á heimilið, ÞAÐ eru víst ALLIR komnir á JEPPA, nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.
Tengdó eru búin að kaupa sér íbúð og ætla því að flytja af Vesturgötunni, þau keyptu sér þessa líka fínu íbúð uppi á 9 hæð í Árbænum, þetta er svona þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri og alveg frábært útsýni. Nú er því Vesturgatan komin á sölu en eins og er þá hefur enginn komið að skoða húsið, sem er reyndar mjög skrítið, allir héldu að húsið færi einn tveir og tíu, en annað hefur komið í ljós, nú verðum við bara að bíða og sjá.
Svei mér þá ég held að ég hafi ekkert meira að segja.
Hilsen
sunnudagur, mars 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli