mánudagur, mars 28, 2005

Páskahelgin

Ég er sko búin að hafa það fínt þessa löngu helgi, fjölskyldan ákvað að taka því rólega og vera ekkert að stressa sig. Miðvikudaginn fór ég í hellaferð með vinnunni, fórum við í Arnarker sem er rétt fyrir utan Þorlákshöfn, fimmtudagurinn fór í tiltekt og ferð í búðir, þar sem drengirnir tóku þátt í litakeppni, og auðvitað eins og alltaf þá vann Gunnlaugur páskaegg, föstudagurinn fór í leti, Laugardaginn ákváðum við að fara í bíltúr og var stefnan tekin upp í Borgarnes að hitta langömmu / ömmu og auðvitað fóru allir strákarnir mínir í sund, á meðan hafði ég það gott hjá ömmu.
Á sjálfan Páskadag var auðvitað vaknað snemma, ratleikur af styðstu gerð í leit af páskaeggjum, göngu og hjólaferð, þar sem Markús Ingi hjólaði eins og herforingi án hjálpardekkja í fyrsta sinn, við höfðum farið helgina áður í æfingarferð og allt varð brjálað, grenjað öskrað og hjóli hent frá sér, svo tók minn maður á rás grenjandi með hjólið og alveg brjálaður og þegar fólk stoppaði hann og spurði hvað væri að, þá var svarið mamma skildi mig eftir, hann vildi nefnilega ekki segja að hann gæti ekki hjólað og hann sem fór langt á undan mér, ÉG skyldi hann eftir hahahha.
Í dag var farið í langan hjólreiðatúr, vestur í bæ og til baka, Markús ekkert smá stoltur af sjálfum sér og ekkert mál og síðast en ekki síst ENGINN skyldi hann eftir.

Engin ummæli: