föstudagur, apríl 22, 2005

Draumar

Draumar eru dálítið skemmtilegt fyrirbæri, en mig dreymir frekar sjaldan, en ég dreymdi bróður minn í nótt, og ég man hvað mér leið vel við að hitta hann og glöð, en draumurinn var einhvernvegin svona, við vorum á vinnustað sem var samblandaður skóla og sjúkrastofnun með gömlu fólki, og þarna var það ég sem var að kenna börnum eitthvað og þegar maður kom út úr kennslustofunni þá var dagstofa fyrir framan þar sem gamla fólkið var, og ég vissi að ég þekkti þetta fólk því ég hef sinnt því þegar ég var að vinna á Landakoti, en ég er eitthvað að þvælast þarna og tala við fólkið þegar bróðir minn kemur gangandi til að ná í sjúkling, en hann kemur brosandi til mín, ég finn að ég brosi út að eyrum og heilsa honum og segi hvað það sé gott að sjá hann og hann svara einhverju á sömuleið, en svakalega leið mér vel og svakalega var gott að vakna við þennan draum. Nú er bara hvort að einhver geti ráðið í hann, og ég held svei mér þá að mig hafi ekki dreymt hann síðan hann dó. Þó ég hafi fundið fyrir honum þá hefur mig ekki dreymt hann.

3 ummæli:

Unnur sagði...

Það er talið fyrir góðu að dreyma látínn ættingja, það að hann var brosandi er enn betra og tilfinning þín við að sjá hann er tákn styður það. Það að þú varst á gömlum vinnustað gæti verið merki um að hann sé að segja þér að ákvörðunin um vinnuskiptin séu rétt.
Ég hef talað.

Sigurlaug Björk sagði...

Takk fyrir þetta ég þurfti á þessu að halda.

Unnur sagði...

anytime