fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Jæja nú er veturkonungur búin að kveðja okkur og sumarið tekið við. Eins og að vanda þá skellti fjölskyldan sér í messu í morgun, ferlega skrítið að sitja bara á bekknum og fylgjast með en vera ekki að syngja með kórnum. En næstu helgi ætla ég að fara að skemmta mér með kórnum, en ég þarf að borga mig inn, eða öllu heldur mæta með eitthvað til að borða hehehehe, er einhver með hugmyndir af einhverju einföldu ???

Nú styttist heldur betur í það að ég skipti um vinnu, guð hvað það verður gaman og ég tala nu ekki um að kynnast nýju fólki, frá og með 1 júni ferð ég alfarin frá ÍTR, ekkert smá fljótt að gerast.

1 ummæli:

Unnur sagði...

Gleðilegt sumar, ég er sammála þetta er ekkert smá fljótt að gerast með vinnuna hjá þér.