Nú er ég búin að komast að því hvað ég er að ganga langt, þetta eru rúmir 3 km, tók mig til og gekk rösklega í gær í hádeginu og stefnan er sett að ganga þá aftur í dag.
Haukur er að fara um helgina austur á Úlfljótsvatn, einhver starfsmanna helgi hjá Hinu Húsinu, á meðan ætla ég bara að hafa það gott karlmannslaus í kulda og trekki, hehhehehe, nei nei við strákarnir höfum það bara gott förum í göngu sund eða bara hjólatúr, aldrei að vita. Guð hvað þetta er allt saman spennandi, með þessum skrifum mínum hef ég komist að því hvað líf mitt er spennandi (eða þannig), þarf að fara að gera eitthvað róttækt.
föstudagur, apríl 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta er náttúrulega bara frábært hjá þér, Halda þessu áfram.
Skrifa ummæli