föstudagur, apríl 29, 2005

Það var lagið..........

Föstudagskvöld og þátturinn það var lagið í varpanum, vikan hefur flogið fram hjá mér, byrjaði í nýju vinnunni minni, ég held að það verði bara nóg að gera hjá mér í sumar.
Mætti á miðvikudaginn og var allann daginn og dagurinn var svo bara búin og mér fannst ég vera ný byrjuð, fór svo aftur í morgun, svona verður þetta næstu 2 vikurnar, en um miðjan mai verð ég komin þangað í 50% vinnu og 50% hjá ÍTR, en frá og með 1. júní verð komin í 100% vinnu þar.
Það er æðinslegt að geta gengið um bæinn í hádeginu, fór á kaffihús og horfði á fólkið, þetta verður spennandi, þetta verður eins og í gamla daga þegar ég vann hjá ritsímanum og settist á austurvöllinn í sólinni.
Nú geta allir öfundað mig, hehehehe Hello







1 ummæli:

Unnur sagði...

öfund,öfund,öfund