Því miður gat ég ekki tjáð mig um breytingarnar í lok viku, en í fyrramálið kemur það í ljós. En ég get sagt ykkur frá öðrum breytingum, Tengdó er búin að selja húsið og það besta er að Raggi og Kiddý eru búin að kaupa það, ákvörðun sem var tekin eftir miklar umhugsanir og ég get ekki sagt annað en til hamingju bæði tvö, Raggi og Kiddý settu íbúðina sína á sölu og það er hægt að segja að hún seldist með dí samme, alveg hreint frábært að þetta skyldi allt ganga upp.
Nú er komið að veðurfari frónsins, sem er með öllu heldur skrítið, fyrir 2 vikum var komið vor og allir úti að ganga/hjóla og komnir í vor fíling, en þetta breytist heldur betur vorið fór og veturkonungur mætti aftur á svæðið með frosti og snjókomu og núna er bara kalt og rigningin mætt, ég er sko alveg hætt að skilja þetta, kannski ekki skrítið og er bara í höndum æðri máttarvaldar. Svona er Ísland í dag.
Á föstudaginn fór ég í jarðarför, en hann Jónas B dó 1.apríl, ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hvað þetta var magnaður maður, fyrir mér var hann bara Jónas B, fyrrum skátahöfðingi Íslands, en hann var kennari að mennt og svo síðar fræðslustjóri reykjavíkur og kom ýmsum menntastefnum í gang á sinni tíð, ég var bara dolfallinn yfir þessari vitneskju sem heltist yfir mig, mér fannst hann bara tilheyra Úlfljótsvatni, yndislegur karl sem gaman var að tala við og fullur af fróðleik, jáhá maður veit sko ekki allt, kannski var ég heldur ekki að leitast eftir því.
sunnudagur, apríl 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta fer nú allt að verða soldið spennandi með þessar breytingar. En ég fylgist spennt með!
segðu ég líka, spenna spenna , ég held svei mér þá að ég sé orðin spennufíkill
Skrifa ummæli