sunnudagur, febrúar 06, 2005

Bolludagur á morgun

Þetta er sko búinn að vera mömmudagur í dag, vaknaði eldsnemma í morgun og fór með Stulla og Markús í fótbolta, síðan ákváðum við að skella okkur í 12 bíó að sjá polar express, Haukur og Gulli voru bara heima í flensu, já nú er hann orðinn veikur líka, síðan spókuðum við okkur í kringlunni og redduðum öskudeginum og afmælisgjöfinni handa Stulla þar sem hann er að verða 8 ára þann 19 feb. hann valdi sér nýja úlpu þannig að hann er búinn að fá afmælisgjöfina sína, síðan fórum við í smá auka leiðangur til að fjárfesta í búningum fyrir öskudaginn, Markús ætlar að vera batman og stulli einhver í lord of the rings. Heilmikið gert og bara mjög gaman. Ætla svo bara að elda æðinslegan kínverskan mat í kvöld og glápa á sjónvarpið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætlar hann að vera einhver í Lord of the Rings, come on Sigurlaug...hver í lordinum??? Vera nákvæmari.
Heiðdís