miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Öskudagur

Öskudagur genginn í garð, í dag ákvað Markús Ingi að vera heima, því fór ég bara með Batman í leikskólann, ferlega skrítið fólk sem var mætt þangað, nornir, galdrakarlar, draugar og Lína langsokkur var einnig mætt. Gulli ákvað að hann ætlar að leika þjón í dag og Stulli er e-r úr lord of the rings. Ég mætti á kóræfingu í gær, gaman að geta farið aftur án þess að vera með samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Nú styttist heldur betur í útskrift, útskriftin verður á föstudaginn í Háskólabíó og alles, bekkurinn ætlar út að borða og hafa það gaman, en við Haukur munum láta okkur hverfa fyrir kl 10 til þess að mæta á næsta skrall sem verður í Valsheimilinu þar sem fjórir kórar muna skemmta sér og öðrum (kórmót/hátíð), sem sagt nóg að gera hjá mér.

1 ummæli:

Heiðrún sagði...

Svallkelling