Jæja loksins bloggið komið í lag, er búin að reyna að komast inn til að skrifa eitthvað merkilegt og nú kemur það.
Skattaskýrslan búin, ég gat ekki byggt upp meiri spennu, ég kláraði skýrsluna í gær og hafði frest til 31 mars, nehnenenena, og alltaf skal það koma mér á óvart að ég skulda alveg heilann helling, ég á orðið of mikið í eigninni, þannig að ég skulda þá bara skattinum í staðinn, þetta er bara svínarí og ekkert annað.
Í dag var ég djeskoti dugleg fór í langa göngu í hádeginu, með tónlist í eyranu arkandi á gömlu ruslahaugunum í Gufunesi, og hugsaði með mér að þarna þyrfti sko aldeilis hreinsa til, drasl út um allt, en hélt samt áfram göngunni, brenna kaloríum brenna karoríum, eini gallinn á þessari göngu minni að ég veit ekki hvað ég gékk langt en stefni samt á að ganga aftur á morgun. Eins gott að reyna að komast í form fyrir sumarið og Danmerkurferðina, eða bara fyrir sjálfan mig.
áfram Sigurlaug.
Og svo er verið að reyna að koma mér í stjórn í fótboltanum hjá Gróttu, eitthvað að tala um að reyna að rétta af kynjahlutfallið, hehehehe góður þessi, ég veit sko ekki hvort ég eigi nokkuð að vera að pæla í þessu þar sem þetta er algjört karlaveldi og ég yrði eini kvenmaðurinn, reyna að rétta af hvað ? mér er bara spurn.
miðvikudagur, mars 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
áfram Sigurlaug, áfram Sigurlaug, áfram Sigurlaug!
og, áfram, áfram, áfram Sigurlaug.
Takk takk takk
Skrifa ummæli