Þreytt og lúin svona á mánudagsmorgni, Markús Ingi orðinn en og aftur veikur, ég bara skil ekki þetta barn, hann sem hefur að öllu jafna aldrei verið veikur, nema kannski einu sinni á ári, nú er bara liðinn 1 mánuður af þessu ári og hann er búinn að veikjast 2 svar sinnum, árið ætlar ekki að byrja vel. Er enn að jafna mig eftir allan dansinn á laugardaginn en mikið var gaman, Endað var heima hjá Auði og Gumma, í kaffi og Grand reyndar líka pastasalati. Mættum galvösku svo í barnaafmæli í gær hjá Önju Kristínu, daman er ekkert smá falleg og hrifningin ekkert minnkað hjá honum Markúsi mínum yfir henni. jæja ég er farin.
mánudagur, janúar 31, 2005
sunnudagur, janúar 30, 2005
Lúnir fætur
Lúin og kannski líka bara pínu þunn, frábær stemming á ballinu í gær og mikið dansað, það var bara jafn mikið stuð og á stuðmannaballinu í ágúst síðast liðnum, ég dansið alla vena á nýju skónum og fann ekkert fyrir því fyrr en ég var komin heim um kl 6 - 7. Fjölskyldan á leið í barnaafmæli til hennar Önju Kristínar, Markús Ingi er búinn að bíða eftir því að hitta hana og nú er komið að því. jæja best að hendast í bað og gera fína fyrir afmælið.
laugardagur, janúar 29, 2005
Ball og veðrið
Nú á að skella sér á þorraball hérna á nesinu, veðrið leiðinlegt en það verður sko ekki leiðinlegt í kvöld, vonandi dansað dansað fram eftir nóttu. Heiðrún kíkti við í dag, þar sem flugi norður var aflýst vegna veðurs og Unnur sem ætlaði að koma suður á sundmót er að ég held enn fyrir norðan, veðurhamurinn í sinni bestu mynd, eitt er víst að það er sko ekki hægt að stóla á neitt ferðaveður í janúar, ég held að þau ættu bara að reyna að koma að sumri til, þá er öruggt að þau komist, nema kannski fyrir þá sem búa í Vestmannaeyjum, því oftast er ófært milli lands og eyja yfir verslunarmannahelgina. Jæja ég held að það sé best að fara að punta sig eitthvað fyrir ballið. Hilsen í bili.
föstudagur, janúar 28, 2005
það er að koma helgi
Helgin að ganga í garð, fjölskyldan ákveðin í að hafa það gott þessa helgi og ekkert stress, bíóferð í vændum og kósy kósy kósy. Erum samt að pæla í því að kíkja á þorrablótið hérna á nesinu, svo rétt á ballið en ekki éta neitt, það er svo mikið fjör þetta er eins og ekta sveitaball, sveitamenningin geigvænleg.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
jamm og jæja
Fyrir villinginn sem var að tjá sig hérna hjá mér, þá get ég glatt hann á því að Hagaskóli komst í úrslit í kvöld ásamt Seljaskóla, en þeir þurfa sko að berjast við 4 verðuga skóla þann 1.febrúar og þá verður sko fjör. Sit núna með lúna fætur og tómann haus, get víst lítið tjáð mig eftir daginn því segi ég góða nótt.
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Hey hey hey
Nú er kvöldi 2 lokið í skrekknum, og viti menn að minn gamli skóli komst áfram, áfram Austurbæjarskóli, reyndar voru flestir skólarnir með góð atriði og nú verður gaman að vita hvaða skólar munu komast áfram á morgun. Þetta er búinn að vera langur dagur, foreldraviðtöl, vinna og svo meiri vinna, strákarnir mínir standa sig vel í skólanum, mín ekkert smá stolt, kurteisir og prúðir að sögn kennara, mamma hefði verið glöð ef hún hefði á sínum tíma fengið svona um mig. hahhahaha, nei það var sko ekki svona heldur hún Sigurlaug er ekki nógu stillt í tímum talar mikið, er ekki dugleg að læra heima og svona má lengi telja, og ég ætla sko ekki að upplýsa meira hvernig ég var í æsku, en ætli drengirnir hafi þetta ekki bara frá pabba sínum, mér er spurn????
mánudagur, janúar 24, 2005
Skrekkur
Nú er fyrsta kvöldið af þremur búið, af undan úrslitunum í skrekknum. Ég verð að segja að þessir unglingar eru frábæriri upp til hópa. í kvöld komust Ölduselsskóli og Laugalækjarskóli áfram, þessir krakkar eru ekkert smá frjóir. Ég er reyndar gjörsamlega búin eftir þetta kvöld og verð örugglega dauð á fimmtudaginn en ég mun ná að hlaða batteríin fyrir þann 1 feb. þegar úrslitin eru, en með þessa vitnesku í farteskinu er ég farin að hallast að því að ég sé orðin gömul en samt ekki, eftir að hafa verið í salnum með 500 unglingum öskrandi þá var hausinn farinn, ég tek ofan fyrir kennurum.
Góða nótt
Góða nótt
laugardagur, janúar 22, 2005
Frost er úti
Laugardagur genginn í garð eða á ekki bara að segja nammidagurinn, Stulli að hressast sem betur fer en verður samt inni til öryggis, nú eru bara Haukur og Gulli eftir að leggjast, vona ekki, þar sem við hjónin eru að fara vinna við SKREKKINN, já nú er hann að fara að byrja brjálað stuð, þessir krakkar eru frábærir og æðinsleg á sviði, nú er bara að fylgjast með á sviði og sjá hvaða skóli vinnur.
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Hmmm
Er að vona að þessi veikindi séu að ganga yfir svo ég geti farið að vinna eitthvað, en nú er lag og börnin farin í rúmið, þannig að ég ætla að sæta lagi og fara að vinna.
þriðjudagur, janúar 18, 2005
veikindi veikindi
Fyrir hvað stendur þriðjudagur?? Stulli enn veikur og verður það líklegast alla vikuna, hár hiti og gleði, ég hélt að þegar maður væri með hita yfir 39°c þá lægi maður bara í rúminu, en það er sko ekki þannig hjá þessum dreng, nei það er sko nóg að gera, ef ég vissi ekki betur þá hefði ég nú haldið að það væri sko ekkert að honum. Við hjónakornin skiptum deginum á milli okkar til að sinna honum, ég vona bara að þetta gangi bara fljótt yfir.
mánudagur, janúar 17, 2005
sunnudagur, janúar 16, 2005
Sunnudagur til sælu
Vaknaði snemma í morgun líka við þessa fínu snjókomu, mikið var það gaman, vakti drengina til að þeir kæmust á fótboltaæfingu, þar sem Haukur var að fara í vinnu fór hann með þá, ég skreið bara aftur upp í rúm og horfði á síðasta þáttinn af desperade Housewifes og nú bíð ég bara eftir næstu sendingu. Svo ákvað ég að vera myndaleg og baka brauð og vísundabollur, öllum til mikillar gleði, sannkallaður sunnudagur til sælu.
laugardagur, janúar 15, 2005
Laugardagur til lukku
Afhverju er sagt laugardagur til lukku? gæti það vegna þess að hann er á undan sunnudegi sem á að taka heilagan, æi ég veit það ekki svei mér þá, en ég byrjaði daginn á því að sofa út svona áður en drengirnir drógu mig fram úr rúminu en ég var sko í náttfötunum fram undir hádegi, tók mér þá göngu yfir í næstu götu og mátti ég þakka mínu sæla fyrir að komast þangað klakklaust, þvílík hálka en ég skakklappaðist þetta eins og gömul kerling. Kom svo heim til að hafa það rólegt en ákvað að reyna að þrífa hérna fyrir utan svona sprengju dót sem var að losna upp úr klakanum nú er sko allt annað að sjá hérna úti. Er nú að enda daginn eftir að hafa horft á þessa fínu dagskrá sem var fyrir söfnunina í asíu, en þarna lögðu að mörkum 3 sjónvarpstöðvar sem héldu sameiginlega dagskrá og það í beinni en besti þátturinn var kapphlaupið litla, þar sem Auddi, Sveppi og Pétur kepptu með 3 konum (Borgarstjóra Steinunn, Þorgerður ráðherra og Sif Friðleifs) þar sem þær röðuðust niður á strákana og þessi líka fína samvinna, þetta var bara flott og æðinslegt hvað náði að safnast mikill peningur. jæja ég er hætt í bili.
I´m gone
I´m gone
föstudagur, janúar 14, 2005
Danmörk hér komum við!!
Jæja þetta er sko búinn að vera meiri dagurinn, brjálað í vinnunni, stúss fyrir fótboltann og eintóm bankamál þá bæði í sambandi við vinnu og boltann, hver hefðu trúað því að þetta væri svona flókið, stofna endalausa reikninga fyrir strákana, en bankinn ætlar að styrkja þá líka og svo er ég búin að reyna að láta mér detta eitthvað í hug, sem væri sniðugt í fjáröflun, en mér dettur bara þetta venjulega í hug. Hafið þið einhverjar hugmyndir. Nú erum við hjónin búin að taka endanlega ákvörðum að við ætlum til köben með stráknum og ætlum að taka pjakkana okkar með í sumar. Danmörk here we come !!!!!!! ´nú er því mál að byrja að safna pening í ferðina miklu.
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Fótboltamamma
Jæja nú er það endanlega komið á hreint ÉG ER FÓTBOLTAMAMMA, Haukur dró mig á foreldra fund hjá 4.fl í fótboltanum, verið var að tala um æfingarnar hjá strákunum og svo að sjálfsögðu mótin sem verða í vor og í sumar, og þar stendur sem hæst Tivolí cup, en Grótta ætlar að skella sér með þrjá flokka, en á þessum fundi lenti ég í fjáröflunarnefnd og mun koma að halda utan um fjármálin, ekkert smá djobb, ég var nefnilega svo ósátt við nefndina sem var í fyrra hjá handboltanum sem leiddi til þess að ég þurfti að tjá mig og viti menn bömm mín komin í nefnd svo það er best að halda sér saman næst og krossleggja fingur um að þetta gangi upp. Eftir að heim var komið kom ég mér vel fyrir upp í rúmi og horfði á 2 þætti af þessum frábæru þáttum Desperate housewifes en fór samt á skikkanlegum tíma að sofa.
miðvikudagur, janúar 12, 2005
12.jan
Jæja ég er vöknuð, ég skil ekki afhverju Heiðrún er að bögga mig, ÉG ER SKO KOMIN Á FÆTUR, ég vaknaði kl. 7 í morgun án þess að vera á snúsinu, gerði samt ekki það sem ég ætlaði mér að gera í gærkveldi þ.e. að segja að fara að snemma í bólið, jú víst fór ég snemma í rúmið bara ekki að sofa, fékk nefnilega sendingu í gær frá Ásu, þættina Desperate housewifes, þessir þættir eru snildin ein, þannig að ég lá bara upp í rúmi og horfði 3 ´þætti og svo verður aftur horft í kvöld, ég hef bara nóg að gera.
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Dagur að kveldi kominn
Jæja Lífið að komast í rétt horf, ferlega skrítið að vera búin í skólanum, búin að vera hin rólegasta í kvöld og ekki haft það á tilfinningunni að vera svíkjast undan einhverju, en er á fullu að reyna undirbúa útskrift það er að segja hópurinn ætlar að gera eitthvað saman og auðvitað lenti ég í undirbúningshópnum, þannig að ég er á fullu að fá tilboð í mat eða eitthvað gommulaði og svo er auðvitað nóg að gera í vinnunni að vanda, hélt að það myndi eitthvað róast, en svei mér þá það mætti halda að ég hafi verið á lyfjum eða eitthvað þegar mér datt það í hug. Kannski að ég skelli mér í kórinn aftur til að gaula. Hlustaði á sönginn hennar Heiðrúnar, fékk bara tár í augun og hana nú, Haukur savaði lagið á tölvunnu sinni hahahhaha, þannig að nú getur hann alltaf hlustað á hana. jæja ég ætla að hætta þessu bulli og fara eftir ráðleggingum sem voru í sjónvarpinu og fara snemma að sofa, þar var nefnilega talað um að stór hópur íslendinga væru vansvefta og þeir sem ekki sofa nóg verða of feitir og of þreyttir alla daga, því er ég farin í bólið og kannski verð ég hressari á morgun, hver veit.
mánudagur, janúar 10, 2005
10 dagur janúar
Loforð, ég lofaði sjálfri mér því að vakna snemma í morgun og fara í leikfimi, en mikil skelfing var gott að sofa, og svaf því af mér klukkuna og vaknaði kl 7.30 bara svona rétt til að vekja börnin og koma þeim í skólann, ég verð að fara að gera eitthvað í mínum málum, þetta gengur ekki lengur.
sunnudagur, janúar 09, 2005
Vöknuðum snemma í morgun svo hægt væri að mæta á fótboltaæfingu, gjörsamlega á ókristilegum tíma svona á sunnudegi, Markúsi og Stulla finnst þetta frábært svo það er eins gott fyrir mig að vakna og koma þeim á þessa blessuðu æfingu. Komið heim og fengið sér hressingu og leikið sér, var að pæla í því að taka til. Lítið nennt að gera á heimilinu, því tók fjölskyldan sig upp og lagði í langferð, ákváðum að fara í bíltúr til Keflavíkur og heilsa upp á Hildi og trufla hana við tiltekt svo hún gæti verið langt fram eftir kvöldi að taka til, en mitt drasl bíður. Ætla að hafa það gott í kvöld og horfa á Njálu og Myrkrahöfðingjan í sjónvarpinu.
laugardagur, janúar 08, 2005
Átti yndislegt kvöld í gær, gerðum pizzu og höfðum það notalegt, fengum óvænta gesti Ásu og Ragga, skemmtum okkur mjög vel, þau kunna sko að láta sögurnar flakka, þessi með köttinn var best, enda dreymdi mig kött miga út um allt og Ragga á eftir honum, ekkert smá lifandi. Nú þarf ég að setjast niður og pæla í útskrift, er komin í undirbúningshóp fyrir hópinn og nú er því eins gott að finna eða koma með einhverjar hugmyndir sem við getum notað. hmmm
föstudagur, janúar 07, 2005
Jæja nú hefur aldurinn færst yfir en eitt árið, afmælisdagurinn byrjaði á því að í morgun vaknaði Markús grátandi kominn með í eyrun vegna flensu, tróð okkur að á heilsugæslunni, þar sem Markús fékk deyfingu í eyrun til að draga úr verkjum, sem hafði svona skemmtilega verkun að hann ældi yfir allt aftursætið í bílnum. Þetta var afmæliskveðja frá einum af drengjunum mín, en ég er búin að fá kossa og knús frá hinum þannig að þetta er í lagi.
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Mætt í vinnu, ekkert smá þrekvirki, svaf eins og engill í nótt, gæti það verið vegna gleði ???
Aldrei þessu vant hef ég haft tíma til að hlusta á fréttirnar og er búin að vera að pæla í þessari þjóðfélagsumræðu um fjölskyldumál s.s ábyrgð foreldra á börnum sínum, verð að segja að ég er hreint og beint gáttuð á þessu tali, foreldrar eiga ekki að setja ábyrgðina á skólana eða þjóðfélagið, til hvers í andsk...... voru þau að eignast börn ef þau geta ekki sinnt þeim helv........,
ég verð pist þegar ég heyri svona, svo var það einhver sjálfstæðis fífl sem auðsjáanlega á engin börn talaði um að sér finndist sjálfsagt að setja börnin í geymslu HALLÓ hvaðan kemur þessi maður eiginlega, barnið mitt er í leikskóla ekki í geymslu, en ég sem foreldri ber ávallt og alltaf ábirgð á barninu mín (börnum)
Aldrei þessu vant hef ég haft tíma til að hlusta á fréttirnar og er búin að vera að pæla í þessari þjóðfélagsumræðu um fjölskyldumál s.s ábyrgð foreldra á börnum sínum, verð að segja að ég er hreint og beint gáttuð á þessu tali, foreldrar eiga ekki að setja ábyrgðina á skólana eða þjóðfélagið, til hvers í andsk...... voru þau að eignast börn ef þau geta ekki sinnt þeim helv........,
ég verð pist þegar ég heyri svona, svo var það einhver sjálfstæðis fífl sem auðsjáanlega á engin börn talaði um að sér finndist sjálfsagt að setja börnin í geymslu HALLÓ hvaðan kemur þessi maður eiginlega, barnið mitt er í leikskóla ekki í geymslu, en ég sem foreldri ber ávallt og alltaf ábirgð á barninu mín (börnum)
miðvikudagur, janúar 05, 2005
miðvikurdagurinn 5 janúar
Jæja dröslaðist fram úr rúmi, enn lasin, Markús líka, verð samt að mæta í vinnu og gera upp reikninga svo er ég farin heim í bælið.
Lína systir mín á afmæli í dag og þá eru bara 2 dagar í mitt. hmmm, og 1 dagur þangað til að Haukur fer í aðgerð, hann er að láta lappa upp á sig. jæja hætt þessu bulli verð vonandi hressari á morgun.
Lína systir mín á afmæli í dag og þá eru bara 2 dagar í mitt. hmmm, og 1 dagur þangað til að Haukur fer í aðgerð, hann er að láta lappa upp á sig. jæja hætt þessu bulli verð vonandi hressari á morgun.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Þá byrjar ballið
Jæja skólinn loksins búinn hjá mér og önnur verkefni í bígerð( vonandi), byrjaði árið með stæl, lagðist í flensu með öllu tilheyrandi, kláraði lokaverkefnið og næsta hugsun er að ná sér af þessari helv...... flensu, búin að fá nóg af hori og öllu því
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)