föstudagur, janúar 14, 2005

Danmörk hér komum við!!

Jæja þetta er sko búinn að vera meiri dagurinn, brjálað í vinnunni, stúss fyrir fótboltann og eintóm bankamál þá bæði í sambandi við vinnu og boltann, hver hefðu trúað því að þetta væri svona flókið, stofna endalausa reikninga fyrir strákana, en bankinn ætlar að styrkja þá líka og svo er ég búin að reyna að láta mér detta eitthvað í hug, sem væri sniðugt í fjáröflun, en mér dettur bara þetta venjulega í hug. Hafið þið einhverjar hugmyndir. Nú erum við hjónin búin að taka endanlega ákvörðum að við ætlum til köben með stráknum og ætlum að taka pjakkana okkar með í sumar. Danmörk here we come !!!!!!! ´nú er því mál að byrja að safna pening í ferðina miklu.

1 ummæli:

Unnur sagði...

Það hefur virkað rosalega vel hjá okkur að steikja kleinur og selja svo poka af nýjum kleinum á 500 kall. Við höfum fengið að selja á Glerártorgi. Þetta tekur yfirleitt svona hálfan dag, með steikingunni. Við fáum aðtöðu til steikingar í Brekkuskóla. Getur þetta eitthvað hjálpað þér?