laugardagur, febrúar 26, 2005

Tiltekt

Jæja nú er maður búin að baka, láta strákana skreyta afmæliskökuna, ekkert smá flott hún er þakin hlaupköllum, þrífa og þvo þvott. Vaknaði kl 6 með Gulla, því hann er byrjaður að bera út Fréttablaðið um helgar, Markús vaknaði líka og ákvað að fara að hjálpa bróður sínum, þannig að ég lagðist bara upp í rúm aftur og fór að lesa pínu lítið eða bara þangað til ég sofnaði aftur, svakalega er gott að geta sofnað svona aftur. Nú ætla ég í rúmið svo ég geti vaknað og vakið stóra strákinn minn. Líka til að vera vel upplögð fyrir afmælið hjá strákunum. Góða nótt.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fótbolti og heilsa

Undan farnir dagar búnir að vera erfiðir, brjálað að gera í vinnunni eins og alltaf, er með höfuðverk yfir því að hugsa um hvað ég eigi að hafa í afmælisveislunni sem verður á sunnudaginn, þar sem við verðum með afmælisveislu fyrir Stulla og Markús, og nú mætir fjölskyldan, ég verð að prufa eitthvað nýtt eða bara eitthvað. Í dag hringt í mig úr leikskólanum og ég beðin um að mæta og ná í drenginn, töldu að hann væri en og aftur orðinn veikur, þar sem hann var slappur og kvartaðir um verki í fótunum eða réttara sagt í hnésbótunum, þannig að ég ákvað að fara með drenginn til læknis og viti menn, þegar ég er búin að segja honum hvernig drengurinn sé búinn að vera, þá spurði hann hvort að drengurinn spilaði fótbolta, þetta væri ekta fótbolta verkir, mín missti andlitið ha, já hann æfir fótbolta á sunnudögum svaraði ég, og eina sem hann á að gera er að hvíla sig, og ef hann heldur áfram að vera svona, þá á litla barnið mitt að fara í blóðprufur, því það gæti haft áhrif að hann fékk flensuna og æfingarnar hjálpuðu ekki til, því gæti hann verið blóðlítill, nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta allt saman fer.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

konudagurinn

Verð að taka til baka þetta með að fá ekki neitt, Haukur birtist hérna með þessa fínu blómaskreytingu, ekkert smá rómantískur.

Konudagurinn

Ég hélt að konudagurinn væri svona dekurdagur þar sem eiginmaðurinn myndi dekstra aðeins við mann, nei þannig er því sko ekki farið á þessu heimili, ég fékk sko að vakna með drengjunum sjá til þess að þeir myndu borða áður en við löbbuðum á fótboltaæfingu, það er sko ekkert sörpræs á þessu heimili, ég held að ég hætti að gera mér upp einhverjar væntingar um að fá að eitthvað á svona dögum.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Afmæli

Stulli er 8 ára í dag og sko nóg að gera hjá honum, á dagskrá er strákapartý, en fyrst verðum við að fara á fótboltamót hjá honum og Markúsi, bruna heim, panta pizzur, kaupa nóg af nammi og gosi, og gera allt reddí fyrir partýið, henda svo liðinu út kl 5, fara þá á fótboltamót hjá Gulla. Næg gleði á þessu heimili.
Hilsen

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Veðurfar

Alveg ótrúlegt með þetta veður, aðra stundina rignir og svo er komin skafrenningur og leiðindar veður, það tók mig 40 mín. að komast í vinnuna í morgun, ekki það að ég sé að kvarta, heldur var ég mjög ánægð að sjá að aðrir bílstjórar voru að aka miða við aðstæður og voru sko ekki að flauta á mig fyrir að aka hægt, heldur voru allir bara í sama gírnum.

laugardagur, febrúar 12, 2005

daginn í dag

Í alveg ótrúlegu góðu standi miða við útstáelsið í gær, bekkurinn minn fór á Sólon til að borða og skemmta okkur, fengum hreint frábæran mat, lamb sem gjörsamlega bráðnaði upp í manni, en upp úr tíu létum við hjónakornin okkur hverfa til að fara á næstu skemmtun, þar sem fjórir kórar voru komnir saman, ég verð að segja að Raddband Reykjavíkur þeir eru æðinslegir, um kl 1 ákváðum við að koma okkur heim þar sem við vissum að við myndum hafa nóg að gera í dag´, það er nefnilega kominn tími að taka til og svo er fótboltamarþon hjá Gulla í seinni partinn í dag.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Útskrift

Nú er komið að því, útskrift í dag. Mamma ætlar að mæta, einnig Haukur og Gulli, en mamma skilur ekkert í því afhverju ég ætli ekki að halda einhverja veislu, ekkert smá hneigsluð,ég er sem sagt búin að komast að því að ég er bara ekkert fyrir veislur ég vildi ekki einu sinna halda fermingarveislu, en mamma réði þá því var pínulítil veisla, en í dag ætla ég að fara út að borða með hópnum mínum og svo eitthvað kórastand.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Öskudagur

Öskudagur genginn í garð, í dag ákvað Markús Ingi að vera heima, því fór ég bara með Batman í leikskólann, ferlega skrítið fólk sem var mætt þangað, nornir, galdrakarlar, draugar og Lína langsokkur var einnig mætt. Gulli ákvað að hann ætlar að leika þjón í dag og Stulli er e-r úr lord of the rings. Ég mætti á kóræfingu í gær, gaman að geta farið aftur án þess að vera með samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Nú styttist heldur betur í útskrift, útskriftin verður á föstudaginn í Háskólabíó og alles, bekkurinn ætlar út að borða og hafa það gaman, en við Haukur munum láta okkur hverfa fyrir kl 10 til þess að mæta á næsta skrall sem verður í Valsheimilinu þar sem fjórir kórar muna skemmta sér og öðrum (kórmót/hátíð), sem sagt nóg að gera hjá mér.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Bolludagur á morgun

Þetta er sko búinn að vera mömmudagur í dag, vaknaði eldsnemma í morgun og fór með Stulla og Markús í fótbolta, síðan ákváðum við að skella okkur í 12 bíó að sjá polar express, Haukur og Gulli voru bara heima í flensu, já nú er hann orðinn veikur líka, síðan spókuðum við okkur í kringlunni og redduðum öskudeginum og afmælisgjöfinni handa Stulla þar sem hann er að verða 8 ára þann 19 feb. hann valdi sér nýja úlpu þannig að hann er búinn að fá afmælisgjöfina sína, síðan fórum við í smá auka leiðangur til að fjárfesta í búningum fyrir öskudaginn, Markús ætlar að vera batman og stulli einhver í lord of the rings. Heilmikið gert og bara mjög gaman. Ætla svo bara að elda æðinslegan kínverskan mat í kvöld og glápa á sjónvarpið.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Það er satt

Markús er en og aftur veikur, 3ja sinn á þessu ári, þetta er örugglega búið, allt er þegar þrennt er. Gulli var að klára samræmduprófin og er það mikill léttir, nú getur hann farið að snúa sér að öðru, fannst prófin ekkert erfið, en áður en ég fer að fara með einhverjar fullyrðingar um hve klár hann er stundum, þá ætla ég að bíða eftir einkunnunum.
Stulli minn kom víst heim grátandi í dag, hann var svo miður sín yfir því að höndin sem hann gerði í skólanum væri svo ljót að hans sögn, guð hvað það er erfitt að vera haldinn fullkomnunaráráttu, hvað getur maður sagt við svona, elsku Stulli minn þú gerir bara betur næst eða veistu að.............................................., ég er bara að pæla/hugsa/með þankagang hvað sé hægt að gera. Hilsen

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

hmm

Afhverju þarf maður alltaf að vera pirraður og öfugsnúin þegar maður sefur yfir sig, ég er ekki beint glöð núna það gengur sko allt á afturfótunum, þetta er bara einn af þessum dögum sem ekkert gengur upp. En eins og staðan er í dag þá sé ég fram á rólega helgi með familýjunni eða alveg þangað til að Haukur fer á fullt í sambandi við vetrarhátíð borgarinnar, en Hauki tókst að næla sér í flensu um leið og skrekki lauk, þannig að hann liggur nú heima og sefur. Gulli á fulli í prófum, nú er hann loksins að taka samræmduprófin sem áttu að vera í október, og svo eru það hinir grislingarnir sem eru bara alltaf eins, lítil breyting þar á.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Skrekkur búinn

Skrekk lokið, Laugalækjarskóli vann aftur, en Austurbæjarskóli var í 3 sæti, frábær framistaða, enda líka minn gamli skóli. Allt gekk samkvæmt óskum allt kvöldið, þangað til í lokin, þá mynduðust þessir líka fínu hópar, tilbúnir í slaginn, mikið er stundum erfitt að vera unglingur, en köld og hrakin fóru þau loks til síns heima eftir að hafa staðið úti í rigningunni hátt í 1 1/2 tíma.
Svona er lífið.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Úrslitakvöldið í kvöld

Nú er komið að því, loka kvöldið í Skrekk er í kvöld og meira segja í beinni á Popp Tíví, Það eru 6 skólar að keppa um Skrekkinn, Austurbæjarskóli, Laugalækjarskóli, Hagaskóli, Réttó, Seljaskóli og Ölduselsskóli. Nú er bara að sjá hver vinnur í kvöld. Gulli er búinn að ákveða að hann ætlar að koma með okkur foreldrunum í vinnuna og fara að vinna, hann vill nefnilega hitta stjörnurnar sem verða baka til og fá eiginhandaráritanir, en drengurinn fær sko að vinna fyrir þeim, hann verður í tækja og tæknimálum með pabba sínum, er ekki sagt að snemma beygist krókurinn og það á sko við í þessu tilfelli. Ég er svo heppin að mamma ætlar að sjá um hina gaurana mína og halda öllu í röð og reglu á meðan við erum fjarverandi. Þetta er víst gott í bili. Kveðja