föstudagur, júlí 22, 2005

Þá er maður komin heim


Jæja þá er maður komin heim eftir ferðina, dálítið þreytt, líkaminn lurkum laminn, og svakalega var gott að sofa í sínu rúmi í nótt. Annars var þetta mjög fín ferð til Kaupmannahafnar, skemmtilegt að taka þátt í svona fótboltamóti og fylgjast með strákunum spila, síðan eyddum við fjórum dögum í Köben, auðvitað var farið á strikið, ströndina og svo var farið í dýragarðinn, hann er rosalega flottur og strákarnir skemmtu sér rosalega vel, þrátt fyrir rigningu sem skall á reglulega á meðan við vorum þar, svo var farið aftur á Strikið og Amager Center og verslað (aðsjálfsögðu). Þetta er svona í grófum dráttum það sem við gerðum á þessum stutta tíma.



sunnudagur, júlí 17, 2005

Tívolí Tívolí Tívolí hí hí

















Jæja í dag á að skella sér í tívolí og eyða deginum þar, annars er Grótta að nota síðasta daginn til að skemmta sér og ætlar að vera þar í allan dag þar sem þeir eru að fara með síðasta flugi í dag til Íslands, við fjölskyldan verðum að sjálfsögðu að vera þar og Haukur að taka myndir fyrir Gróttu til að skella inn á heimasíðuna.
Í dag/kvöld förum við síðan í gestaherbergið sem við verðum í þar til á fimmtudaginn, erum búin að hafa íbúðina hennar Heiðrúnar til að sofa í þessa dagana ekkert smá fínt að hafa heila íbúð fyrir sig, næstu daga ætlum við að taka því rólega en samt gera eitthvað skemmtilegt.

Linkur á Gróttu. www.grottasport.is

ef einhver hefur áhuga

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Kóngsins Køben

Hiti hiti hitil því líkt veður hérna og æðinslegt að vera hérna, við erum búin að vera að keyra á milli Köben og Hillerod, í dag var fyrsti keppnisdagurinn hjá strákunum og gróttu strákarnir hafa staðið sig alveg ágætlega, þeim finnst reyndar erfitt að spila í svona hita og hverjum finnst það svo sem skrítið. Kveðja til ísland úr hitanum í köben.

föstudagur, júlí 08, 2005

Skagamótið

Jæja litlu strákarnir mínir eru komnir á skagann og búnir að vera spila þar í dag í roki og rigningu, Grótta stendur sig alveg ágætlega, liðið hans Stulla sigraði 1 leik af þremur og liðið hans Markúsar sigraði 2 af þremur, og svo eru það fullt af leikjum á morgun, þar sem Stulli mun spila í spænskudeildinni og Markús í þeirri Ensku. Við Gulli erum búin að vera pakka niður fyrir hans mót og ég þarf að fara að pakka fyrir okkur hin þar sem við erum að fara til Danmerkur á sunnudaginn, þannig að ég mun lítið sem ekkert tjá mig og mínar tilfinningar á næstu vikum.
Ble......... halló Köbenhavn

föstudagur, júlí 01, 2005

Upplifun Aldarinnar




Upplifun Aldarinnar var hreint út sagt frábær, ég er sko alveg til í að upplifa hana aftur.
John Taylor og Simon Le Bon, Roger Taylor og Nick Rhodes og svo að endanum Andy Taylor voru ÆÐINSLEGIR og þá er vægt til orða tekið. Það er ekki laust við það að manni hafi vöknað um augun við það að geta borið goðin augum, VVVÁÁÁÁ................
Ég er enn með gæsahúð, þeir voru fræbærir og eru frábærir og verða frábærir, vá vá vá, ég get bara ekki hætt að tala um þá ég bara slefa, svei mér þá ég er sko aðdáendi þannig að ég segji bara á endanum.

reach up for the sunrise
put your hands into the big sky
you can touch the sunrise
feel the new day enter your life.
















Þeir eru sko flottir og frábærir á sviði.