laugardagur, ágúst 23, 2008

Dagurinn í Dag

Þessi dagur verður sko ekki rólegur hjá mér frekar en fyrri daginn. Nú er ég búin að fara 1 sinni noður í skólann, sem var bara fínt. Nú verður sko aldeilis tekið á því, Vinna, skóli, heimili og lærdómur, svona verður líf mitt næstu árin, bara svona smá upplýsingar til þeirra sem vilja vera í sambandi við mig hehehehe.
Í dag ætla strákarnir mínir að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni (3km), auðvitað mun ég fara og hvetja drengina mína til dáða, veit samt ekki hvort ég nenni að vera í bænum á menningarnótt, ekkert mikið fyrir það.
Í dag hefði amma mín líka átt afmæli, hún hefði orðið 88 ára, verð að segja að mér finnst mjög skrítið að geta ekki hringt í hana og óskað henni til hamingju með daginn. Hún var vön því að baka pönnukökur í tilefni dagsins, þannig að ég hringdi yfirleitt í fyrra fallinu til að heyra í henni áður en systur hennar mættu eða þá seint á kvöldin, til að vera viss að ég fengið spjallið.
En í dag mun ég kveikja á kerti fyrir hana og spjalla við hana í hljóði.
Á morgun á svo Ransý frænka afmæli og hún verður hummm ég held að hún verði 44, en ekki hafa það eftir mér, ég gæti verið að fara með vitlaust mál.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að gíra sig upp og koma sér afstað í maraþon.
Kveðja Lauga

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Komin heim frá Köben


Ég átti frábæra ferð til Kóngsins Köben, þrátt fyrir að hafa verið eini kvenmaðurinn í ferðinni. En þar sem þetta var svona skátaferð, þá var farið víða og mikið skoðað (allt skátatengt), auðvitað var kíkt smá í búðir, sem er auðvitað partur af öllu saman, Strikið gengið, Fisktorv skoðað og svo að síðustu var farið í Fields, en Fields á að vera stærsta moll Skandinaviu, tíminn þar var mjög knappur enda bara 1 klst. stopp þar. Ég verð nú samt að segja frá því að við fórum í Kristjaníu, en þar er mjög góður matsölustaður, kom bara verulega á óvart. Erla, ég komst ekki í Tívolíið í þetta skiptið en ég labbaði um í Bakken, ákvað nú samt að fara í engin tæki, því þá hefði ég þurft að fara í þau öll og tíminn ekki nægur hehehehe (ein í tímaþröng allan tímann), en strákarnir fóri í alla helstu skotbakka sem þeir gátu farið í (karlmennskuremba út í eitt). En þetta var frábær ferð og ótrúlega skemmtileg í alla staði, enda yndislegt að koma til Köben.
Þeir sem eru áhugasamir þá eru myndir úr ferðinni á myndalinknum.

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Kaupmannahöfn

Nú á föstudaginn er ég á leiðinni til Kóngsins Köben, reyndar er þetta bara stutt ferð og ég mun koma heim á mánudagskvöld. Ég er að fara í skátaferð og mun skoða skátaheimili og starf það sem skátafélögin þarna eru að bjóða uppá. Held að þetta verði bara gaman ég verð eini kvenmaðurinn í 9 manna hópi. Vóóóóó nei nei ég segi bara svona.
Annars er búið að vera brjálað að gera hjá mér, vinna á fullu og svo er nú líka heldur betur að styttast í að skólinn byrji en skólasetning hjá mér er 21. ágúst. Því er eins gott að gera allt sem ég þarf að gera áður en allt byrjar.

Kveðja Lauga

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Verslunarmannahelgin




Helgin var hreint út sagt frábær, fjölskyldan í góðu yfirlæti, tjaldvagni hehehe og allir höfðu eitthvað skemmtilegt að gera eins og sést á myndunum. Einnig eru fullt af nýjum inn á myndalinknum hérna til hægri á síðunni.
Kveðja Lauga