mánudagur, apríl 17, 2006

Páskarnir át og meira át

Þá eru páskarnir liðnir, ekkert nema súkkulaði át og meira át af öðru tagi, og við skulum ekki ræða allar fermingarnar sem okkur er boðið í 6 talsins + Gulla sem eru þá 7, en ég kemst nú ekki í þær allar, fórum í eina þann 2 apríl, svo voru að sjálfsögðu Ferming Gulla og Ástu, í dag fórum við í fermingu hjá systur minni en sonur hennar hann Gunnþór fermdist í dag, Friðrik Ingi fermdist líka í dag en við komust ekki í hans veislu og svo förum við í eina næstu helgi og svo endar þetta í júní hjá henni Tinnu Mjöll, ég held ég sé farin á hausinn, ég lifi samt þetta alveg af.

Mig dreymdi skrýtinn draum um helgina, var reyndar í sjokki á eftir með kökk í hálsi og tár í augum. Mig dreymdi að amma mín væri dáin og ég var í jarðaförinni hennar, þetta var nú ekki beint svona venjuleg jarðaför því hún var ekki í kirkju, en afi minn var mættur og kom til mín að hugga mig, og þegar hann tekur mig í fangið þá fékk ég svona á tilfinninguna guð þetta er afi og handtakið og faðmlagið var svo gott, og ég grét og grét, fannst þetta mjög erfitt en svo er ég eitthvað að labba um salinn þá kemur ´Jói bróðir minn og vill eitthvað tala við mig, en ég hafði ekki tíma til að tala við hann því ég þurfti að komast aftur til afa.

En að dreyma afa og ömmu er víst tákn um vernd og svo jarðaförin er víst bara af hinu góða, reyndar að gráta og að hugga er líka af hinu góða að mér skilst.
Þrátt fyrir að vita þetta, þá hringdi ég í ömmu gömli til að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá henni. En guð hvað það var gott að dreyma afa ég hefði ekki getað trúað því. en afi er hjá mér.

föstudagur, apríl 14, 2006

Ferming

Jæja þá er elsti sonurinn kominn í fullorðinnamannatölu, er ekki alltaf svoleiðis sagt þegar börnin fermast. Jú hann Gulli minn var að fermast þann 9.apríl pálmasunnudag svo allt sé nú á hreinu. Ekkert smá hvað tíminn hefur liðið hratt þessi ár og áður en ég veit af þá verð ég búin að ferma Stulla líka en það eru fimm ár í það en þau verða fljót að líða trúið mér, ég er að segja satt.
Herlegheitin byrjuðu í Seltjarnarneskirkju þar sem Siggi og Arna fermdu blessuð börnin,reyndar fermdist Ásta í Borgarneskirkju,
síðan var haldið upp í Hvalfjörð þar sem veislan var haldin í Félagsheimilinu Hlöðum, Ásta Rós frænka var líka fermd þennan sama dag og því ákváðum við Gísli að halda sameiginlega fermingarveislu fyrir börnin og þau voru sko alveg sammála því, því varð ein stór veisla í sveitinni.

10 dögum fyrir ferminguna ákváðu steinarnir mínir loksins að yfirgefa hreiðrið, þannig að ég fékk frið til að undirbúa veislu án verkja og verkjalyfja, því líkur lúksus, en svei mér þá að ég hafi ekki verið í einhverju fráhvarfi uuuuuuuuuhhhhhhh
en þetta tókst vel að lokum, nú er bara spurning um hvenær ég má byrja aftur að borða súkkulaði og gulrætur og fleira sem mér finnst gott.