sunnudagur, janúar 27, 2008

Undirbúningur

Sælt veri fólkið
Nú er ég búin að panta miða fyrir okkur frænkurnar á "Brák", þannig að eftir allt saman verður næsta frænkuboð/kvöld í Borgarnesi. Þar sem við erum flestar ef ekki allar aldnar upp við söguna af Brák, þá verður gaman að sjá þetta stykki um þessa mögnuðu konu sem lét lífið í Brákarsundi. Amma hafði marg oft sagt mér og líka frænkum mínum um Brák með miklum tilþrifum og innlifiun, þannig að ég er búin að búa til mynd í huga mínum, hvernig hún var og hvernig karakter hún var, vona bara að ég verði ekki fyrir vonbrigðum.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Nýtt líf

Já nú er sko nýtt líf byrjað á heimilinu, ég fjárfesti í ryksugu, þetta er sko ekki nein venjuleg ryksuga, ég mun sko ekki svitna lengur við þetta leiðinlega heimilisverk, þetta er robot, nú ýti ég bara á 1 takka og elskan byrjar og ég horfi bara á (yyyyeeeessss). Luxus líf ekki satt. Þið megið alveg öfunda mig.
Heilsufarið hjá fjölskyldunni hefur ekki verið uppá marga fiska, það eru bara allir að veikjast í kringum mig og reyndar ég líka. Helv........ flensudjöf...... í morgun skreið Markús upp í til mömmu sinna og sagði; mamma ég held að ég sé lasinn, ég hósta svo asnalega, júbb viti menn drengsi kominn með hita og ljótann hósta og vill bara grænan frostpinna, það er sko allra meina bót, eða það segja strákarnir á þessu heimili.
Annars er það að frétta af tengdamömmu að hún er öll að koma til, en eins og ég virðist segja núna reglulega er að "Góðir hlutir gerast hægt", held að það séu orð með sönnu.
Mig langar að skella mér upp í Borgarnes og sjá BRÁK. Ætli það sé ekki best að fara að panta miða.

laugardagur, janúar 12, 2008

Góðir hlutir gerast hægt.

Ég er farin að halda að ég sé að verða fastagestur á Borgó, ég var með annan fótinn þar í nóvember hjá ömmu og Laugu frænku, núna er tengdó orðin veik, lögð inn með hraði þann áttunda jan. sem betur fer virðist hún ætla að ná sér :-).

mánudagur, janúar 07, 2008

Afmælisdagur :)

Jæja þá er afmælisdagurinn að verða búinn, og það er sko búið að vera nóg að gera hjá mér í dag. Fyrir utan það að mæta í vinnu, þá var stjórnarfundur hjá mér kl.6 þannig að ég var ekki komin heim fyrr en tæplega 8 og þá átti ég eftir að finna fötin til að komast í ræktina. Já ég sagði ræktina, nú er ég byrjuð og það var sko púlað í 90 mín. svakalega var það gott. Sem sagt ekkert með fjölskyldunni, en ég mun bæta henni það upp.

laugardagur, janúar 05, 2008

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Kæru vinir og vandamenn nær og fjær, vil óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla.
Hef reyndar ekkert mikið að segja svona snemma á nýju ári, nema að við tókum á móti nýju ári með veikindum nokkur hér í fjölskyldunni :( . Ekkert gaman að því en svona er það nú samt.
Sett inn fullt af myndum sem við tókum um jólin og milli jóla og svo gamlárskvöld.