mánudagur, desember 31, 2007

Upprifjun frá jan til des 2007

Nú er þetta viðburðarríka ár að enda, einungis nokkrar klukkustundir eftir af því. Alveg ótrúlegt hvað árið er fljótt að líða, mér finnst sumarið bara ný búið og strákarnir byrjaðir aftur í skólanum. En ef litið er yfir farinn veg þá er ég búin að vera á fullu, ég fór 2 sinnum á árinu til Köben, fullt af fótboltamótum, vestfirði í sumarfrí og margt fleira. Ég þurfti nú að renna aðeins yfir bloggið mitt og sjá það svona helsta hvað ég hef verið að gera á árinu. Er víst að gleyma reunion-inu sem ég var í að skipuleggja fyrirpart ársins og gekk bara vel. Reyndi svo að fylgja strákunum í tónlistarnáminu og öllu því sem þeim fylgir, held að það hafi gengið líka vel, þeir eru reyndar en að, þannig að eitthvað hef ég gert rétt, hahahahaha, við hjónin lítum út fyrir að vera góð til undaneldis ef við komum þannig að orðum.
Nú segi ég bara GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA.

þriðjudagur, desember 25, 2007

Gleðileg jól

Jólin eru hátíð ljós og friðar, reyndar áts líka, dag eftir dag er maður að borða eitthvað góðgæti og svo bættust 3 konfektkassar í safnið í gærkveldi, þannig nú verður borðað og borðað og borðað pínu meira.
Annars verða þetta fín jól hjá okkur, verðum heima alla dagana, fólkið kemur bara til okkar. Luxus um jólin hhhmmmmmm.
Hafið það sem allra best um jól og áramót.

föstudagur, desember 14, 2007

10 dagar til jóla

Nú er aldeilis farið að styttast til jóla, búin að baka eina sort, piparkökudeigið komið inn í ískáp og bíður eftir við fletjum það og búum til skemmtilegar fígúrur, hver veit nema að maður baki meira svo á morgun.

Hilsen

laugardagur, desember 01, 2007

Minningarorð


Elsku amma, nú er víst þinn dagur að kveldi kominn og þú búin að kveðja þennan heim. Eftir sitjum við, með sorg í hjarta og söknuð. Það er skrítið að sitja hér og hugsa um að þú sért farin frá okkur, minningarnar flæða fram en samt er erfitt að setja þær niður á blað, þær eru svo margar og svo stórbrotnar að ég á erfitt um vik. En okkar síðasta samtal er mér efst í huga, þar sem ég hringdi til þín á afmælisdegi afa og við spjölluðum hátt í 2 klukkustundir, um allt og við vorum einmitt að rifja upp mína fyrstu daga sem ég var hjá ykkur afa, og svo allar mínar stundir sem ég átti hjá ykkur eftir það, ég verð að segja að betri ömmu getur enginn átt. Þú varst alltaf tilbúin að tala og leiðbeina ef leitað var til þín og jafnvel án þess að beðið væri um hana. Amma þú varst stoð mín og stytta og fyrirmynd, þú varst alltaf til staðar og alltaf var gott að koma til þín, nú verður skrítið að keyra í gegnum Borgarnes og vita að þú ert ekki þar, en alltaf varð ég að stoppa og faðma þig, spjalla og fá kaffisopa áður en lengra var haldið. Þú varst stórbrotin og glæsileg kona, þú hafðir skoðanir á öllu og það var eins og þú vissir allt, alveg sama hvar að var komið, ættfræði var þér hugleikin og gaman fannst þér að rekja þig aftur í gegnum ættirnar, ég sagði eitt sinn að þú værir góð í öllu, en svarið sem ég fékk var, nei Lauga mín, það er ég ekki, stærðfræðin hefði ekki verið þitt besta fag, þar sem þú hefðir ákveðið að eiga ekki fleiri en 2 börn og þau hefðu orðið 7, þessu gátum við hlegið af.

Elsku amma nú er kominn tími til að kveðja, ég veit að heil hersing hefur tekið á móti þér, megi þú hvíla í friði amma mín.


Láttu nú ljósið þitt.
Loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.


Þín sonardóttir Sigurlaug Björk