laugardagur, desember 30, 2006

Daníel á jólaballi

 

Ekkert smá gaman að vera á Íslandi og fara á jólaball. Posted by Picasa

fimmtudagur, desember 28, 2006

Gleðilega jólarest


Nú er pakkaflóðið búið og allir glaðir með sitt, þetta voru svakalega notaleg jól, auðvitað sá ég um matinn og allt það, nema Gulli minn sá um að gera dessertinn og hann ætlar líka að sjá um hann um áramótin, fínt að hafa einhvern svona í eldhúsinu með manni. Farið var í jólaboð á jóladag eins og venjulega og svo fórum við til Keflavíkur í ostaveislu á annan í jólum, svo hefur það bara verið vinna. En fjölskyldan ætlar svo að eyða áramótunum í Keflavik og sprengja sprengja bomm bomm..... jæja læt þetta nægja í bili, það eru komnar inn nýjar myndir frá jólum.

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól


Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, takk fyrir það gamla.
Nú eru jólin að ganga í garð og ég hef alveg nóg að gera, reyndar er ég búin að öllu nema að elda matinn, maður hristir það að sjálfsögðu fram úr erminni eða þannig, en það eru sko engar breytingar á matseldinni, nema kannski á eftirréttinum en Gulli ætlar að gera hann. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta.
Nú er síðasti jólasveinninn á leiðinni í bæinn og vísa hans er svona.

Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin,
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Kertasníkir er víst búinn að koma og honum leist ekkert á kertin, beit í þau og skildi þau svo eftir, þau eru víst ekki úr tólg þannig að það er ekkert varið í þau.

Bið að heilsa í bili.
Með jólakveðju Lauga

fimmtudagur, desember 21, 2006

Helgileikur


Nú er maður búinn að fara á 2 helgileiki (þann sama) hjá strákunum mínum, hjá Markúsi var leikritið bara inni í skólastofu og ekki var minn maður á því að fara í búning, nei nei best að vera bara í íþróttagallanum enda líka vitringur hahahaha, svo fórum við að horfa á Sturlaug og bekkinn hans, vá flottir búningar og leikmunir, mikið lagt upp úr þessu hjá þeim, Sturlaugur var sögumaður ásamt 2 bekkjarfélögum, þetta var svakalega flott.
Eins og sönnum foreldrum sæmir tókum við myndir af herlegheitunum og ef þið vilið skoða þær þá eru þær hérna til hliðar, "Nýr myndavefur" bara tví klikka.

mánudagur, desember 18, 2006

6 dagar til jóla


Þessi kall mætti víst í nótt og ég varð bara ekkert var við hann.
kannski var það vegna þess að ég svaf eins og steinn í nótt, búin að vera gera breytingar á eldhúsinu og reyna að vera myndarleg að baka smákökur, og svo ákvað ég að enda árið á því að brenna mig á vinstri hendi, hehehe, byrjaði árið á því að handleggsbrotna um úlnliðinn svo tók ég 9 mánuði í nýrnavesen, loksins útskrifuð frá því, svo lengi sem ég held mér við óhollustu og drekk áfengi þá er ég í góðum málum, ekkert grænmetis kjaftæði, svo er ég búin að vera nokkuð góð í nokkrar vikur og þá brenni ég mig. ÉG ER HANN þetta árið og enginn getur tekið það af mér.

fimmtudagur, desember 14, 2006

Vá þriðji dagurinn í röð.


Hélt að ég ætti mynd af þvörusleikir, en well þið fáið bara mynd af pottasleikir í staðinn, hann er líka alveg ágætur. Nú eru jólin alveg að fara bresta á, því er allt að gerast, búin að saga niður jólatré og nú bíðum við bara eftir þorlák svo við getum farið að skreyta.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Giljagaur kom til okkar í nótt


Stúfur karlinn er á leiðinni í bæinn og kannski kemur hann líka til okkar, það fer reyndar allt eftir drengjum hvernig það fer.
Stefnt er að því að skella sér á skauta eftir vinna á Ingólfstorgi, sniðugt hjá TM að leiga eitt stykki skautasvell í tilefni jólanna. Gaman gaman.

þriðjudagur, desember 12, 2006

12 dagar til jóla


Það eru einnig 12 ár síðan Sindri fæddist, tíminn líður alveg ótrúlega hratt, allt í einu sat ég og sá bara 12 fyrir mér, 12 des, 12 dagar til jóla og 12 ár, og ég hugsaði með mér hvað ég er rosalega rík, að eiga 3 stráka hjá mér og allir valda þeir mér armmæðu, er það ekki bara parturinn af lífinu, það væri nú ekki neitt fútt í því ef þeir væru ekki að bögga mömmu sína (helst alla daga) :).
Þeir geta sko verið óþekkir þessir drengi, þeir fengi til dæmis ekkert í skóinn frá Stekkjastaur, gaman að sjá hvernig þeir haga sér í kvöld (hehehehe), kannski er Giljagaur ekki eins strangur, hver veit, það kemur í ljós á morgun.
Kannski að ég fari að baka smákökur í kvöld, hmmmmm reyni að setja mig i stellingar fyrir jólin.