föstudagur, apríl 20, 2007

Bruninn í Austurstræti



Það verður að teljast sorglegt þegar hús brenna og tala nú ekki um hús með mikla sögu. Pravda, Fröken Reykjavík og Kaffi ópera urðu eldinum að bráð og við erum að tala um hús frá því um 1852 og 1801. En til að hafa langa sögu stutta þá tók Haukur frábærar myndir sem ég setti hérna inn á myndavefinn.