fimmtudagur, júlí 31, 2008

Frábær póstur :-)

Ég fékk þennan frábæra póst frá Sæu og við hjónin hlógum þvílíkt, varð því að skella því á bloggið.
Takk Sæa. Hérna kemur það og góða skemmtun.

Þú veist að það er 2008 ef...



1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.



2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.



3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .



4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.



6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.



7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.



8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.



9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.



10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.



11. Svo hlærðu af heimsku þinni.



12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...

Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Lifandi


Ég lifði af að sofa í tjaldi, miða við að vera orðið hálfgert gamalmenni hahahaha. Við áttum frábæra daga að Hömrum Akureyri. Verð samt að segja að Hamrar er Kjalarnes Akureyringa, vel opið fyrir norðan og sunnanáttinni. Sólin skein og rigndi reyndar líka, en hvað er landsmót án þessa alls? Fjölskynda brunaði norður á fimmtudag svo við hjónin kæmumst í brúðkaup, kórinn söng í brúðkaupinu og í veislunni á eftir. En þegar norður var komið var farið á fullt að tjalda, koma Stulla og Markúsi til Unnar og Dóra, kóræfingu og svo að skipta um föt, vááá ekkert smá mikið gert á stuttum tíma, en þetta tókst allt saman svo var bara tekið því rólega á Landsmóti skáta, sungið pínulítið(kórinn) og svo var farið á Gilwellreunion og sungið meira, það er nú meira hvað maður þarf alltaf að syngja mikið. En svona er þetta nú bara lífið er söngur.
Kveðja Lauga

mánudagur, júlí 21, 2008

Gamalmenni !!!!!!

Já ég komst að því að maður er orðin hálfgert gamalmenni. Við ákváðum að tjalda upp tjaldinu okkar og sjá í hvaða ástandi það væri, tjaldið er í fínu standi en það er eitthvað annað en hægt er að segja um mig. Þar sem tjaldið var tilbúið í garðinum vildu strákarnir endilega sofa í því eina nótt. Ég var ekki alveg tilbúin að leyfa þeim að sofa þar einum, því varð úr að ég svaf með þeim, eða svaf og ekki svaf, upp úr klukkan hálf sex um morguninn gat ég ekki meir og skreið því út, þá meina ég SKREIÐ, ég veit ekki hvernig ég mun fara að fyrir norðan. Nú dreymir mig um að eiga tjaldvagn bara i nokkra daga hehehe, bara á meðan ég er fyrir norðan, er þetta ekki fallegur draumur??
Já það er gott að dreyma.
kveðja Lauga

laugardagur, júlí 19, 2008

Myndir frá ferðalaginu :-)


Jæja þá er ég búin að dæla inn myndum ekki nema 682 stk. Þið sem viljið skoða þær verðið bara að taka þetta í hollum hahaha. Annars er lítið að frétta af okkur síðan við komum heim, bara að þvo og þvo meira og reyna að hvíla sig pínulítið. Stefnum á það að fara norður í nokkra daga á skátamót, en landsmót skáta er á Akureyri í næstu viku. Svo byrjar bara vinna hjá mér og svo skóli í ágúst. Þannig að ég verð bara að segja að það er bara rólegt. :-)

Kveðja Lauga

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Þá er maður komin heim frá útlöndunum

Því miður hef ég ekkert getað skrifað síðan ég fór frá Berlínarborg, ég bara nennti ekki að setja mig í stellingar við að skrifa á austurrísku lyklaborði, þar vantaði alla helstu stafina til að tjá sig :-).
En við erum semsagt komin heim eftir frábæra dvöl bæði í Berlín og svo í Vín. Ótrúlega mikið ferðast og margir kílómetrar keyrðir. En mikil skelfing er nú gott að vera komin heim og fá að sofa svo í sínu rúmi aaaaaaaaaa.
Ætla að láta þetta duga í bili og mun svo setja inn myndir frá Svíaríki, Berlín og svo Vín (auðvitað), í kvöld eða á morgun.
Kveðja Lauga

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Berlín dagur 2

Guten Tag mein liebling freunde. Ich heisse Sigurlaug und Ich bin in Berlin besuchen. Glæsileg þýska ekki satt. Nú er maður sko búin að skoða Brandenburgerhliðið og denkmal fur die ermordeten Juden Europas. Svo var farið í hestaferð (hestvagni) um austur Berlín, og að sjálfsögðu var farið í smá leiðangur að finna kort í gps tækið hans Hauks. Nú erum við örugg um að rata til Austurríkis hehehe, ekki alveg treyst á mig sem leiðsögumann, hef nú samt alveg staðið mig hingað til, skil bara ekkert í þessu. Á morgun á að reyna að finna íþróttabúð svo Gulli geti keypt sér þýska búninginn (fótbolti). Vona bara að veðrið verði betra en það var í dag, þar sem í dag var meira og minna rigning/úði.

Auf Wiedersehen Lauga

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Berlín

Þá er maður lentur í Berlín, reyndar tók borgin á móti okkur með smá úða en vonandi rætist nú eitthvað úr veðrinu. Skyldist að það ætti ekki að fara að rigna að ráði fyrr en á laugardag. Stefnum á að skoða Brandenburgerhliðið á morgun og svo líka gyðingaminnismerkið/garðinn. Sem sagt menningar skoðunarferðir næstu daga áður en við keyrum til Austurríkis.
Hilsen Lauga

laugardagur, júlí 05, 2008

Svíþjóð laugardagur


Sæl verið þið. Hérna erum við gjörsamlega að stikkna úr hita, sól og aftur sól, maður er farin að biðja um ský, ekki rigningu heldur bara ský fyrir sólu. Stulli er búinn að standa sig eins og hetja, þar sem hann er að spila með 13 ára gömlum strákum, gerði þetta líka frábæru mörk úr hægrahorni :-), Markús Ingi fékk líka að spila í 5 mín. í dag og er alveg í skýjunum hehehehe. Nú fer að styttast í að þetta mót sé búið og við förum suður á bóginn til Berlínar.
Á mánudag munum við fara úr skólanum og gista í svona litlu húsi sem kallast hittur eða eitthvað því um líkt. Við fórum að skoða svæðið og þetta var alveg eins og maður ímyndar sér Emil í Kattholti.
Jæja læt þetta nægja í bili.
Hilsen fra Sverge.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Svíaríki

Heil og sæl.
Nú er familien komin til Gautaborgar. Eftir langt og strangt ferðalag svona ca. 16 tíma ferðalag í heildina. Vöknuðum um 3.30 og að sjálfsögðu vorum við mætt fyrir kl. 5 á leifsstöð, enda átti vélin að fara í loftið kl 7. Auðvitað lentum við í seinkun um klukkustund sem var þess leiðandi að lestinn sem ég var búin að ráðgera að taka í Svíþjóð var farin og við þurftum að taka rútu. Heppin við eða þannig, því auðvitað lentum við á hægfara rútunni sem stoppar allsstaðar en við komumst á leiðarenda og það er nú fyrir öllu. Og eins og ferðalöngum sæmir horfir maður út um allt og pælir og hugsar, mér var mikið starsýnt á blessaðar beljurnar hérna. JÁ ég sagði beljur, ég held að bændur hér vilji bara hafa 1 lit eða eina sort, var sko ekki að sjá blandaða lita belju hópa. Já það er sko ýmislegt sem maður hugsar.
Fyrsti keppnisdagur er á morgun og Stulli minn er kominn í lið og fær því að keppa á þessu móti. Og ég sem var ekki að fara með neitt barn til að keppa. Vikan verður strembin en veður spáin er góð.

Svíþjóðarkveðjur Lauga