mánudagur, október 24, 2005

Kvennafrí dagurinn - Áfram stelpur

Jáhá, ég var sko ein af þessum 50 þúsund konum í bænum, þetta var mjög gaman að taka þátt í þessu og slagorðin frá bær, allt frá því að vera að Róm byggðist ekki á einum degi yfir í það að standa Er heili kvenna minna virði?? 100% konur og svo fram eftir götunum. Hljóðkerfið hefði mátt vera betra svo maður hefði heyrt eitthvað af því sem sagt var á sviðinu.
Sem sagt frábært að geta tekið þátt í þessu en það sem ég nældi mér í staðinn var hálsbólga og beinakuldi, æi þið vitið þegar manni er kalt inn að beini, frosið nef og allann pakkann.
Ég þori, get og vil.

laugardagur, október 22, 2005

Kvörtun

Mér hefur borist kvörtun yfir því að ég sé hætt að tjá mig á blogginu, kannski er það vegna þess að ég hef ekkert að segja eða þá að það sé bara brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Ætli það sé ekki bara sitt lítið af hverju.
Annars er það að frétta að eins og venjulega að lífið er vinna og aftur vinna, og núna er ég ekki bara fótbolta mamma heldur líka handbolta mamma, þannig að nú förum við á fleiri leiki en venjulega, endalausir leikir og mót.
Gulli er að fara til Vestamannaeyjar að keppa á handboltamóti næstu helgi og Haukur ætlar að vera fararstjóri en ég ætla að vera heima, þá verður það fyrsta helgin mín í langan tíma sem ég á frí og ekkert planað, vá það verður hvíld í lagi.
Í gær borgaði ég ferðina mína til USA, Minneapolis, jamm ég er að fara til bandaríkjana í byrjun desember það verður fjör, svo er ég byrjuð að undirbúa fertugsafmælið hans Hauks sem verður núna í nóvember. Alltaf nóg að gera á þessum bæ.