mánudagur, febrúar 26, 2007

Endalaus afmæli

Nú er fjölskyldu afmæli fram undan og það að meira að segja tvöfalt, Stulli og Markús vilja fá fjölskylduafmælið, þar sem þeir fengu ekkert slíkt í fyrra vegna veikinda móður, pabbinn treysti sér ekki í slíkt athæfi. hehehehehe karlmenn !!!

Skellti mér á Selfoss um helgina á handboltamót, Stulli karlinn var að keppa, ekki gekk sem skyldi enda var þetta frekar skrítið mót, ef ég á að segja eins og er, helti ég mér yfir dómarfífl, sem að leyfði selfoss liðinu að gera allan fjandan, jafnvel ganga í skrokk á mótherjanum, og greyið Stulli minn fékk sko að finna fyrir því, ekki nóg með það að honum hafi verið hrynt niður, þá var hann líka tekinn hálstaki og dómarfíflið brosti bara af þessu, svo var einhver gutti ekki alveg sáttur við hvernig hann var, þá spurði dómarinn hann hvort að hann vildi ekki bara sjá um að dæma leikinn, á móti þar sem að fullt er af litlum guttum að keppa verða að vera almennilegir dómarar, þvi að þeir eiga að vera fyrirmynd. Ég var líka að pæla í því hvort að dómarar eigi að vera í gallabuxum og með derhúfi, þegar þeir eru að dæma.

Um helgina á ég víst dekurdag í World Class, þetta er sko allt partur af prógramminu, en ég veit ekki hvort ég get nýtt mér dekrið, á víst að mæta á tónleika hjá Markúsi Inga og svo að undirbúa þetta fjölskyldu afmæli á sunnudaginn, Afhverju eru ekki fleirri klukkustundir í sólarhringnum, þannig að maður gæti gert allt sem maður þarf að gera.

laugardagur, febrúar 17, 2007

10 ára afmæli

Þá er afmælið hans Stulla yfirstaðið, þar að segja bekkjarafmæli, ákváðum að halda herlegheitin uppí Gufunesbæ, í hlöðunni þar, í klifri og þvílíku, hamborgarar skelltir á grillið og svo bara tjillað, strákarnir sáu um að baka muffins og eina skúffuköku. Myndir munu detta inn á myndavefinn í kvöld eða á morgun, en á morgun verðum við í Keflavík á fótboltamóti, það er sko hver dagur skipulagður með einhverju aktívitedi á þessu heimili.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Síðast liðnir dagar

Síðan að það var ákveðið að Gulli færi til Austurríkis í sumar er sko ýmislegt búið að gerast eða þannig. Um helgina fórum við skötuhjúin á skrall og það líka skemmtilegt skrall, komið heim undir morgun, vel blautur hahahaha, að þegar ég vaknaði um hádegisbil var ég bara vel í því enn. Mætti svo bara þunn í vinnuna á mánudegi , dröslaði mér í ræktina og hélt að ég myndi deyja á staðnum, vá hvað það var erfitt, en daginn eftir var mun auðveldara, nú er það bara harkan sex hjá mér í þessu átaki. Ég er sko búin að sjá fullt af fólki þarna sem ég þekki, en ég er sko ekkert að bögga það í öllum sínum svita eða þá mínum hehehehe. Ég sá litla bróður minn djöflast á einhverju hlaupabretti og svo Bjarna Torfa, kennara hérna á nesinu og fleiri og fleiri, en það er sko enginn að tala saman þarna, auðsjánlega allir að hugsa um sín mál, hlaupa á brettinu og horfa á sjónvarpið á meðan.

þetta er gott í bili, ætla að fara að skipuleggja 10 ára afmæli Stulla.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Gulli minn á leið til útlanda

Já Gulli er á leið til Austurríkis í sumar, nú er það alveg ákveðið, en það besta við þetta er að á morgun verður pantað fyrir hann fyrir til Íslands frá Austurríki, já heim en ekki út, en við finnum eitthvað út úr því. Hann mun verða hjá Evu frænku sinni og fara á þýskunámskeið, þetta verður bara gaman fyrir drenginn.

Svo þessa helgi er hann að fara til Dalvíkur á skíði, svei mér þá ef drengurinn er ekki alltaf á faraldsfæti, við hin verðum bara vonandi í rólegheitum um helgina, jæja fyrir utan það að við hjónin erum að fara í útskriftargleði.

bið að heilsa í bili
Lauga

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Brjálað að gera !!!!

Ég get víst alveg sagt að það sé brjálað að gera hjá mér þessa dagana, ekki nóg með það að ég sé að reyna vera dugleg að skrifa eitthvað á þessa síðu, heldur þarf ég líka að tjá mig á síðu fyrir Gaggó Aust, einmitt ! við erum búin að koma okkur upp blogg síðu fyrir árgangsmótið sem á að vera í mai, Lifi Austó hehehehe.
Ég,Palli,Ólöf og Ragna skelltum okkur austur fyrir fjall til að skoða mögulega staðsetningu fyrir árgangsmótið, svakalega var gaman að fara þetta, stoppuðum síðan á Selfossi og fengum okkur kvöldmat, þessi matur fór ekki vel í magan á mér og lá ég því daginn eftir bara í magakveisi, up and down, eintóm hamingja eða þannig, er sem betur fer öll að hressast og er tilbúin í slaginn.
Nú er bara vera dugleg að skrifa á 2 síður, vera í ræktinni, sinna börnum og heimili, reyna að komast á kóræfingu og ég má víst ekki gleyma vinnunni :-), þetta er bara heilmikið.
Svo er ég líka að hugsa um meira nám, já ég skrifaði nám, ég er að pæla í því að fara í mannauðsstjórnun, svo er fólk eitthvað að tala um að ég eigi að vera kennari, hvað finnst ykkur?, finnst ykkur ég vera kennaraleg?, ég bara veit ekki.
Vá hvað þetta getur verið erfitt.

Bið að heilsa í bili, þið sem hafið áhuga endilega kíkið á nýju heimasíðunu Gaggo Aust, linkur hér til hægri, svo eru líka komnar inn nýjar myndir.

Kv. Lauga

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Febrúar genginn í garð

Og ætli þá veturinn sé að skella á eða er hann bara búinn??
Stórt spurt ekki satt?.
Jæja nú er ég að leggja í smá ferðalag, ég,Ólöf, Palli og Ragna erum að fara skoða hugsanlega staði fyrir árgangsmótið okkar (reunion), þetta verður örugglega fín ferð.
Svo að sjálfsögðu er það bæði handbolti og fótbolti framundan hjá okkur fjölskyldunni. Alltaf einhver að keppa, þannig að ég verð bara að vera tilbúin í slaginn og vera eina mamman sem er öskrandi að hvetja Gróttu áfram. Áfram Grótta !!!!!