sunnudagur, febrúar 24, 2008

Frábærir tónleikar

Fór á frábæra tónleika nú í kvöld, þetta var einskonar bænastund í Digraneskirkju. Þar var hún Erna Kirstin Blöndal með hreint út sagt heillandi söng, þar söng hún um sorgina og vonina, einnig lífið. Þetta var rosalega gott fyrir sálina, reyndar fékk ég tár í augun þegar hún söng síðasta sönginn, en það var bæn sem amma fór alltaf með og lærði þegar hún var lítið og kenndi mér síðan.
Hollt og gott fyrir sálin og hugann.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Afmælisveislan búin

Veislan búin og hver hefði trúað því að strákar gætu verið rólegir og engin læti, hef bara aldrei upplifað svona rólegt afmæli. Keypti óheyrilegt magna af pizzum þannig að hér verða pizzur næstu daga. Haukur áætlaði of mikið, þannig að nú er ég með 3 auka pizzur, og hvað er ég búin að skrifa þær oft ???? Við nennum ekki í partýið sem er í kvöld, enda kallinn að ná sér eftir flensu og ég þarf að mæta ræktina í fyrramálið.
Svo er það með að eiga rólega helgi, mér ætlar ekki að takast það........... aaaarrrrgggg, kannski að ég ná að taka sunnudagskvöldið rólega

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Afmælisveisla

Á morgun verður haldin afmælisveisla fyrir Sturlaug, stráka/pizzupartý með snakki og alles, verð alveg að viðurkenna að ég hlakka ekki til, 10 ofvirkir fótboltastrákar . Kannski að ég láti mig hverfa og leyfi Hauki bara að sjá um þetta, enda munu karlhormónin svífa um heimilið.

Enn hefur Frú/Fröken nafnlaus ekki gefið mér nein hint um hver hún er, endilega láttu heyra í þér.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Frú/fröken Nafnlaus

Hver ertu?? þú mátt alveg gefa upp upphafstafinn í nafninu þínu!!!!!!

Annars er allt gott að frétta af okkur hérna á nesinu, og eins og vanalega er alltaf nóg að gera hjá okkur. Er reyndar farin að bíða eftir fríhelgi, það er endalaust eitthvað að gera hjá okkur skötuhjúum, ef það er ekki handboltamót þá er það fótboltamót, starfsdagur, þorrablót þá er það bara eitthvað annað. Bíð eftir að komast norður. Ætla þá að stoppa á hinu Nesinu á leiðinni til baka.
Nóg af mér og komið að honum Sturlaugi mínum hann verður 11 ára á morgun, svakalega er tíminn fljótur að líða og svo strax í næsta mánuði þá verður Markús 9 ára og mér finnst svo stutt síðan að þeir voru pínulitlir. Hvert fór tíminn eiginlega??

mánudagur, febrúar 11, 2008

Tilfinningaflækjur

Hvernig stendur eiginlega á því að tilveran fari öll í hnút við það eitt að heyra í frænda sínum. Heyrði í frænda mínum í gær og minningar flutu fram eftir samtalið og tárin streymdu. Hvenær ætlar þetta eiginlega að hætta?

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Lifið og tilveran

Þrátt fyrir veður ofsan sem geysað hefur um land allt, þá hefur ekkert farið úr skorðum hjá mér og mínum. Vinna, fundir, fjölskyldan og ræktin, held að ég standi mig alveg ágætlega í ræktinni, er reyndar að finna vöðva sem ég bara vissi ekki að væru til, (ekki hjá mér), en allt gott og blessað með það, ég verð vonandi flott í sumar.
Á mánudaginn fór ég til miðils, svona til að vita allt um gagn og nauðsynjar í komandi framtíð.
Það sem ég fékk að heyra voru svona hálfgerðar skammir frá honum afa mínum (Jóa afa), þar sem hann sagði mér að hætta tuða og skammast í honum Gulla mínum með heima námið, hann væri þarna að hjálpa honum við lærdóminn og svindla á prófum (Kvísla að honum svörum), og afi sagði líka, að þegar hann var á lífi hefði hann ekki verið ofaní hvers manns koppi, en nú hefði hann tíma til þess hahahaha. Svo var mér tilkynnt það að ég ætti eftir að koma með stelpuna, hvað er þetta eiginlega með fólk? finnst því ekki nóg að ég er komin yfir vísitölufjölskylduna 2,3 börn per fjölsk. Ég sagði henni að ég ætlaði að bíða bara eftir barnabörnunum og svo bætti hún því við að eiginlega ætti ég að vera kennari, ég væri með það í mér. Nú verður hver að dæma fyrir sig.