fimmtudagur, apríl 09, 2009

Loksins loksins

Jæja ég ákvað að láta heyra smá í mér!!!!, eins og venjulega er nóg að gera hjá mér, skólinn á fullu og svo auðvitað fjölskyldan og vinnan.  Undan farna mánuði hefur verið brjálað að gera í vinnunni, og ég tala nú ekki um í skólanum, endalaus próf og verkefni, ef það er ekki tölfræðipróf þá er það tölfræðiverkefni og svo er það rekstrarhagfræðin og ekki má gleyma ársreikningnum, jebb lífið snýst um þetta hjá mér núna. Páskafríið verður notað  í tölfræði og fjölskylduna hehehe hvernig sem það gengur.
Einnig hefur verið nóg að gera í kringum skátana, þrátt fyrir að vera í fríi frá kórnum þá hefur bara aukist nefndarsetan hjá SSR.  Ég sat á skátaþingi ekki alls fyrir löngu, þetta var bara mjög skemmtilegt hehehe, fullt af skátum að koma inn aftur eftir langa fjarveru, þannig að ég þekkti alveg heilan helling þar, svo endaði þetta með góðu skralli Laugardagskvöldið. 
Jæja ég ætti kannski að halda áfram í páskaeggjagerðinni, gengur frekar brösulega. hummm

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Árið 2009

Sæl og blessuð öll sömul.
Ég verð víst að blogga eitthvað, fékk formlega kvörtun í gærkveldi yfir bloggleysi hjá mér, ég yrði bara að spýta í lófana og bulla eitthvað ef ég hefði ekki frá neinu að segja. hehehehe.
Reyndar er ekki mikið að frétta af okkur, jólin og áramótin gengu í gegn eins og hjá öllum, allir kátir og glaðir. Reyndar varð ég árinu eldri þann 7.janúar, lét Hauk sjá um eldamennskuna þann daginn. Við Lína systir héldum upp á afmælið okkar saman enda 80 ára gamlar, þetta var svona lítið frænkuboð,mikið talað og skrafað. Svo hefur bara hversdagsleikinn tekið við, Skóli, vinna, heimilið, borða, sofa og læra.

Bkv. Sigurlaug